Innlent

Atburðarásin í Hraunbæjarmálinu: Tvö skot drógu Sævar til dauða

Ingvar Haraldsson skrifar
Lögreglan braut ekki lög þegar hún skaut Sævar til bana í Hraunbænum, 2. desember síðastliðinn.
Lögreglan braut ekki lög þegar hún skaut Sævar til bana í Hraunbænum, 2. desember síðastliðinn.
Rannsókn ríkissaksóknara leiðir í ljós að lögreglumenn hafi ekki sýnt af sér refsiverða háttsemi þegar lögreglan skaut Sævar Rafn Jónasson í Hraunbæ 20 í Árbæ þann 2. desember 2013. Sævar lést vegna tveggja skotsára sem lögreglan veitti honum. 



Í greinargerð ríkissaksóknara,  sem lesa má í heild sinni hér , segir að lögreglan hafi heimild til að verja sig eða aðra með skotvopnum þegar lífshættuleg árás eigi sér stað.

Stigagangurinnf fyrir framan íbúðina þar sem fyrsta skot Sævars reið af.vísir/vilhelm
Vissu ekki að Sævar byggi í íbúðinni

Afskipti lögreglunnar hófust þegar kvörtun barst frá nágranna Sævars vegna þess að tónlistar sem var hátt spiluð í íbúð Sævars á 2. hæð í Hraunbæ 20 klukkan 02:12. Þar að auki hafi hár hvellur heyrst úr íbúðinni. Nágranninn vissi hinsvegar ekki að Sævar byggi í íbúðinni og gaf lögreglunni því upp rangt nafn. Lögreglan taldi því í upphafi að annar einstaklingur en Sævar byggi í íbúðinni.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang sagði nágranninn að hann teldi sig hafa heyrt skothvell. Því var tekin sú ákvörðun að kalla til sérsveitina. Liðsmenn sérsveitarinnar tilkynntu eftir klukkan þrjú að þeir myndi mæta á vettvang vopnaðir skammbyssum.

Engum skotum hleypt af fyrr en lögregla kom á vettvang.

Eftir að lögreglan hafði ítrekað bankað upp á í íbúð Sævars var kallaður til lásasmiður. Á þeim tímapunkti taldi lögreglan að sá einstaklingur sem í íbúðinni var hefði framið sjálfsmorð. Enginn umgangur heyrðist, einungis hávær tónlist.

Lögreglan hafði bankað á hurð Sævars í um fimmtán mínútur auk þess að bora gat á hurðina að íbúðinni. Þar sást hinsvegar ekkert. Síðar kom í ljós að fáni hefði verið lagður yfir hurðina sem byrgði sérsveitarmönnum sýn.

Lásasmiðurinn var ekki látin vita að skotvopnum hefði líklega verið hleypt að. Samkvæmt rannsókn tæknideildar rannsóknarlögreglunnar er ekkert sem bendir til þess að Sævar hafi hleypt af skoti áður en lögreglan kom á vettvang.

Vegna þess að lögregla taldi engan vera á lífi í íbúðinni var lásasmiðurinn ekki í neinum hlífðarfatnaði þegar hann opnaði hurðina að íbúðinni.

Á meðan lásasmiðurinn reyndi að opna hurðina að íbúðinni var skotheldum skyldi haldið fyrir hurðinni. Skildinum var hinsvegar ekki haldið beint fyrir framan lásasmiðinn. Honum hafi svo verið ýtt frá um leið og hurðin var opnuð.

Niðurstaða ríkissaksóknara er að ekki hefði verið um vítavert gáleysi að ræða hjá lögreglu gegn lásasmiðnum.

Alsherjarar útkall var hjá sérsveitinni eftir að Sævar skaut á sérsveitarmann sem var á leið inn í íbúðina.vísir/Pjetur
Afbrotaferli Sævars ekki flett upp

Í greinargerð ríkissaksóknari kemur einnig fram að hefði lögreglan frá upphafi vitað að Sævar byggi í íbúðinni má telja líklegt að hún hefði brugðist með öðrum hætti. Sævar hafði komið við sögu lögreglu bæði á Íslandi og erlendis. Sævar var skrá lögreglu vegna ætlaðra vopnalagabrota og hótana í garð lögreglu. Sá einstaklingur sem lögreglan taldi að byggi í íbúðinni var hvorki á skráður fyrir skotvopni né með brotaferil á bakinu.

Ríkissaksóknari gagnrýnir hinsvegar fjarskiptadeild lögreglunnar sem flettu ekki upp afbrotaferil Sævars þegar hið rétta í ljós kom að hann byggi í íbúðinni. Þar hefði verið að finna umtalsverðan brotaferil. Síðast frá október 2013 þar sem segir í skýrslu lögreglu: „...hann [Sævar] virkaði ekki andlega heill á geði í bland við það ölvunarástand sem hann var í.“ Sérsveitarmenn á vettvangi vissu því ekki af andlegum veikindum Sævars. Því segir í greinargerðinni að ekki hefði verið raunhæft að kalla til geðlækni eða sérfræðing því lögreglan hefði ekki takmarkaða vitneskju um andleg veikindi Sævars.

Ég sá aldrei mann, ég sá hlaup 

Þegar hurðin er opnuð er fáninn sem var fyrir hurðinni dreginn frá. Þá kallaði einn lögreglumannanna „byssa, byssa“ og í sömu andrá reið skot úr íbúðinni af tveggja og hálfs metra færi sem lenti í skyldi sérsveitarmanns. Sérsveitarmaðurinn sem varð fyrir skotinu segir lýsti atburðinum: „ Í sömu andrá í rauninni og, og fánanum er kippt til hliðar þá horfi ég í rauninni upp í hlaupið á, á byssunni. Það var enginn fyrirvari ... enginn hótun, aðvörun, hósti, eitthvað hróp, eitthvað, ekkert... ég sá aldrei mann, ég sá hlaup.“

Vegna skotsins hörfuðu lögreglu-, sérsveitarmennirnir og lásasmiðir niður á næsta stigapall en tveir lögreglumenn fóru upp á stigapall á þriðju hæð og voru þar í sjálfheldu.

Í kjölfarið var heildarútkall hjá sérsveitinni. Þegar sérsveitin mætti á vettvang rýmdi hún stigaganginn í Hraunbæ 20 en því var lokið klukkan 04:50.

Í greinargerðinni segir ríkissaksóknari að ekki hafi verið forsvaranlegt að rýma næstu stigaganga. Vegna þess að stutt var þar til börn færu til skóla og fólk til vinnu. Þar að auki hefði Sævar þegar skotið á bílaplanið við Hraunbæ 14-22 og því hefðu íbúar sem þangað hefðu farið verið í hættu.

Logreglan skaut gashylkjum inn um eldhúsglugga Sævars sem svaraði með að skjóta á lögreglumenn.vísir/GVa
Reynt að fá Sævar til að gefast upp með táragasi

Ítrekað reynt að ná sambandi við Sævar. Þeir hafi kalla á hann út á götu, af stigagangi og hringja í hann. Sævar svaraði hinsvegar engu. Því var ákveðið að óska eftir leyfi til að beita táragasi klukkan 04:50 til að ná Sævari út úr íbúðinni.

Það leyfi fékkst klukkan 05:50. Þá hóf lögregla að skjóta gashylkjum inn í íbúð Sævars. Fyrsta skotið var til að brjóta eldhúsglugga íbúðarinnar og síðan var táragashylkjum skotið inn í íbúðina. Sævar svaraði hinsvegar fyrir sig og skaut til baka á lögreglumenn.

Í heildina var 36 táragashylkjum skotið að íbúð Sævars og fór meirihluti þeirra inn í íbúðina. Ríkissaksóknari segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði Sævar átt að gefast upp. Það gerðist hinsvegar ekki og því var stóru gashylki skotið inn um hurð íbúðarinnar klukkan 06:23. Hinsvegar sást til Sævars á hreyfingu inn í svefnherbergi íbúðarinnar. Klukkan 06:39 var gashylki inn um glugga svefnherbergisins.

Sérsveitarmaður hæfði Sævar tveim banaskotum

Samkvæmt reglum sérsveitarinnar ber lögreglu að fara inn í íbúðina til að ná Sævari út vegna þess mikla magns af táragasi sem skotið hafi verið inn í íbúðina og veita honum fyrstu hjálp. Því voru sérsveitarmenn komnir inn í íbúðina klukkan 06:42 eða þremur mínútum eftir að gashylkinu var kastað inn í svefnherbergið. Fyrirmæli sérsveitarmanna voru að brjóta upp svefnherbergishurðina og yfirbuga Sævar eða fá hann til að gefast upp. Fjórir sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina vopnaðir skammbyssu og hríðskotabyssu. Fremri tveir mennirnir báru skothelda hlífðarskyldi fyrir sig. Þeir kölluðu upp „vopnuð lögregla“ þegar þeir gegnu inn í íbúðina. Í sömu andrá hóf Sævar að skjóta á þá úr svefnherberginu. Þá hafi sérsveitarmennirnir allir talið sig vera í lífshættu og ómögulegt að hörfa.

Sævar skaut þremur skotum að sérsveitarmönnunum. Eitt skot fór í hjálm sérsveitarmanns sem féll við. Einn sérsveitarmannanna skaut til baka á Sævar með níu millimetra skammbyssu, alls fjórum skotum og hæfði hann tvívegis. Annað skotið fór í brjóst Sævars og hitt í nára. Í kjölfarið var kallað á bráðaliða vegna Sævars og hins særða sérsveitarmanns. Sævari var ekið á bráðadeild Landspítalans þar sem hann var úrskurðaður látinn klukkan 06:58. Talið er líklegast að bæði skotin hafi dregið hann til dauða.

Ekki um refsivert athæfi að ræða

Niðurstaða ríkissaksóknara var að ekki hefði verið um refsivert athæfi að ræða aðfaranótt þann 2. desember 2013. Lög kveða á um að lögreglumenn megi einungis beita skotvopni til að verjast lífshættulegri árás á sig eða aðra. Miðað við stöðu mála hafi sérsveitarmenn inn í íbúð Sævars réttilega talið sig í lífshættu og ekki átt annan kost en að svara með því að skjóta til baka á Sævar.

Því sé ekki rétt að refsa sérsveitarmanninum fyrir verknaðinn.

Einnig hafi verið rétt ákvörðun að senda sérsveitarmenn inn í íbúð Sævars og ná honum út. Það sé bæði vegna þeirrar ógnar sem stafaði af Sævari við nágranna hans í Hraunbænum auk þess sem reglur lögreglunnar kveða á um að þeir þurfi að bjarga manni sem hefur verið í snertingu við mikið magn táragas og veita honum fyrstu hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×