Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Ingvar Haraldsson skrifar 13. júní 2014 13:26 Einar Boom segir andlegri heilsu hans hafa hrakað mjög eftir fimm mánaða gæsluvarðhald. vísir/anton brink Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“