Aukin þjónusta við fatlað fólk Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. júní 2014 07:00 Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar