Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 31-20 | Valur tók forystuna Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 6. apríl 2014 00:01 Vísir/Daníel Valur er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olísdeildar kvenna. Valur vann fyrsta leik liðanna í kvöld. Valsstúlkur byrjuðu af krafti, en gestirnir virtust líka vera mættar til leiks. Eftir fimm mínútna leik var staðan 3-2 fyrir heimastúlkum sem gáfu þá rækilega í og breyttu stöðunni í 7-2. Þá rönkuðu gestirnir aðeins við sér aftur og náðu aðeins að minnka muninn, til að mynda í 9-6, þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn. Áfram héldu þó Valsstúlkur nokkuð góðri forystu, en hún fór þó í aldrei meira en fimm mörk fyrr en rúmar fimm mínútur voru til leikhlés þegar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir kom Val í 14-8. Heimamenn virtust ætla hafa sjö marka forystu í hálfleik, en mark Mariju Gedroit úr aukakati lengst utan af velli gerði það að verki að munurinn var sex mörk í hálfleik. Átta leikmenn voru komnir á blað hjá Val í hálfleik, á meðan einungis þrjár höfðu skorað hjá Haukum. Fleiri þyrftu að taka á skarið ætluðu gestirnir eitthvað að ógna heimastúlkum. Markvarslan var líka ekki mikil og ljóst að Halldór Harri, þjálfari Hauka, þurfti að fara vel yfir málin í hálfleik. Haukaliðið mætti vel stefnt í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 19-16 þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og virtist til alls líklegt á meðan Valsliðið virtist vera slaka aðeins á klónni. Þá lokuðu heimastúlkur aftur vörninni og áttu gestirnir fá svör við sterkum varnarleik Vals. Þær algjörlega skelltu í lás og breyttu stöðunni úr 19-16 í 25-16, en Haukastúlkur skoruðu ekki mark í fjórtán mínútur og Valsstúlkur gengu svo sannarlega á lagið. Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir heimastúlkur, en gestirnir spiluðu virkilega óagaðan sóknarleik í síðari hálfleik. Lokatölur urðu svo öruggur ellefu marka sigur Vals, 31-20.Karólína Bæhrenz átti frábæran leik og skoraði hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru. Margir leikmenn spiluðu vel hjá Val í dag og sex leikmenn skoruðu tvö mörk eða fleiri sem sýnir hversu margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Guðný Jenný átti magnaðan dag í markinu og lokaði markinu á köflum. Hjá Haukum var fátt um fína drætti. Marija Gedroit var markahæst, en Karen Helga Díönudóttir átti ágætis leik á miðjunni. Hún spilaði liðsfélaga sína vel uppi og skoraði ágætis mörk. Þær þurfa þó framlag frá fleirum og betri markvörslu ætli liðið sér ekki í sumarfrí á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju. Halldór Harri: Ætlum ekki í sumarfrí í apríl,,Það er svo margt sem fór úrskeiðis í dag. VIð höfðum ákveðið leikplan sem við náðum ekki að fylgja. Það vantaði meiri áræðni í vörninni og við vorum ekki að ná að brjóta á þeim nógu oft," sagi Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Vísi í leikslok. ,,Við náum ekki heldur að verja nógu mikið af boltum. Sóknarlega séð erum við að gera aðeins of mikið ein og ein, það vantar samvinnu í kvöld." Haukastúlkur skoruðu ekki mark í fjórtán mínútur í síðari hálfleik og var Harri ósáttur: ,,Við ætluðum að koma inní síðari hálfleikinn af krafti og gerðum það ágætlega í byrjun. Síðan koma nokkur skot og nokkrar sóknir sem eru slæmar og þá gera Valsstúlkur það sem þær eru bestar í - að fá hraðaupphlaup." ,,Það sem ég er mest ósáttur með er að það kemur uppgjöf síðustu tíu mínúturnar. Þær hætta að hlaupa til baka og gera ekki það sem er lagt fyrir þær, það er ég hundsvekktur með." ,,Þetta var of mikið að hver og ein ætlaði bara að sjá um þetta. Það bara gengur ekkert á móti þessu liði. Við náðum ekki að draga þær nægilega vel út og vorum alltaf að hnoða inn í sama pakkann." Harri ætlar sér ekki í sumarfrí á þriðjudaginn, svo mikið er ljóst: ,,Það var ekki mikið jákvætt í kvöld, en við erum búnar að gera margt jákvætt í ár. Það er leikur á þriðjudaginn og við ætlum að vinna hann, við dettum ekki út í apríl. Það má ekki," sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. Hrafnhildur Ósk: Gamlir skrokkar sem væru til í að klára þetta sem fyrst,,Við vorum alltaf með fimm til sex marka forystu og hleyptum þeim aldrei of nálægt. Vörnin að standa vel og Jenný mjög góð fyrir aftan, þá vinnum við alltaf," sagði Hrafnhildur Ósk, ánægð í leikslok. ,,Þar áttu mjög erfitt með að skora mörk. Það er ekkert oft sem við töpum leik þegar við höldum hinu liðinu í kringum 20 mörkin. Þá vinnum við undantekningarlaust." Aðspurð út í hvað hefði gerst um miðjan síðari hálfleikinn þegar Valsstúlkur héldu hreinu í fjórtán mínútur svaraði Hrafnhildur: ,,Þetta hefur verið okkar einkenni undanfarin ár. Það koma alltaf þessir tíu mínútna kaflar sem við höldum nánast hreinu og þetta virtist vera horfið úr okkar leik fyrir áramót. Þessir kaflar hafa þó komið aftur og eru búnir að vera í okkar leik síðan í febrúar. Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og gott að vita að þessir kaflar eru komnir aftur." ,,Við fáum mikið af auðveldum mörkum og annari bylgju. Mér fannst við ekkert hafa brjálæðislega fyrir því, en auðvitað var mikill hreyfanleiki í leikmönnum og hreyfing án bolta var mjög góð. Það var margt mjög jákvætt." ,,Það væri óskandi að fara í undanúrslit á þriðjudaginn. Það eru gamlir skrokkar í þessu liði sem væru til í að klára þetta sem fyrst," sagði Hrafnhildur Ósk í leikslok og brosti. Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Valur er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olísdeildar kvenna. Valur vann fyrsta leik liðanna í kvöld. Valsstúlkur byrjuðu af krafti, en gestirnir virtust líka vera mættar til leiks. Eftir fimm mínútna leik var staðan 3-2 fyrir heimastúlkum sem gáfu þá rækilega í og breyttu stöðunni í 7-2. Þá rönkuðu gestirnir aðeins við sér aftur og náðu aðeins að minnka muninn, til að mynda í 9-6, þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn. Áfram héldu þó Valsstúlkur nokkuð góðri forystu, en hún fór þó í aldrei meira en fimm mörk fyrr en rúmar fimm mínútur voru til leikhlés þegar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir kom Val í 14-8. Heimamenn virtust ætla hafa sjö marka forystu í hálfleik, en mark Mariju Gedroit úr aukakati lengst utan af velli gerði það að verki að munurinn var sex mörk í hálfleik. Átta leikmenn voru komnir á blað hjá Val í hálfleik, á meðan einungis þrjár höfðu skorað hjá Haukum. Fleiri þyrftu að taka á skarið ætluðu gestirnir eitthvað að ógna heimastúlkum. Markvarslan var líka ekki mikil og ljóst að Halldór Harri, þjálfari Hauka, þurfti að fara vel yfir málin í hálfleik. Haukaliðið mætti vel stefnt í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 19-16 þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og virtist til alls líklegt á meðan Valsliðið virtist vera slaka aðeins á klónni. Þá lokuðu heimastúlkur aftur vörninni og áttu gestirnir fá svör við sterkum varnarleik Vals. Þær algjörlega skelltu í lás og breyttu stöðunni úr 19-16 í 25-16, en Haukastúlkur skoruðu ekki mark í fjórtán mínútur og Valsstúlkur gengu svo sannarlega á lagið. Eftirleikurinn var svo auðveldur fyrir heimastúlkur, en gestirnir spiluðu virkilega óagaðan sóknarleik í síðari hálfleik. Lokatölur urðu svo öruggur ellefu marka sigur Vals, 31-20.Karólína Bæhrenz átti frábæran leik og skoraði hvert hraðaupphlaupsmarkið á fætur öðru. Margir leikmenn spiluðu vel hjá Val í dag og sex leikmenn skoruðu tvö mörk eða fleiri sem sýnir hversu margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Guðný Jenný átti magnaðan dag í markinu og lokaði markinu á köflum. Hjá Haukum var fátt um fína drætti. Marija Gedroit var markahæst, en Karen Helga Díönudóttir átti ágætis leik á miðjunni. Hún spilaði liðsfélaga sína vel uppi og skoraði ágætis mörk. Þær þurfa þó framlag frá fleirum og betri markvörslu ætli liðið sér ekki í sumarfrí á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju. Halldór Harri: Ætlum ekki í sumarfrí í apríl,,Það er svo margt sem fór úrskeiðis í dag. VIð höfðum ákveðið leikplan sem við náðum ekki að fylgja. Það vantaði meiri áræðni í vörninni og við vorum ekki að ná að brjóta á þeim nógu oft," sagi Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Vísi í leikslok. ,,Við náum ekki heldur að verja nógu mikið af boltum. Sóknarlega séð erum við að gera aðeins of mikið ein og ein, það vantar samvinnu í kvöld." Haukastúlkur skoruðu ekki mark í fjórtán mínútur í síðari hálfleik og var Harri ósáttur: ,,Við ætluðum að koma inní síðari hálfleikinn af krafti og gerðum það ágætlega í byrjun. Síðan koma nokkur skot og nokkrar sóknir sem eru slæmar og þá gera Valsstúlkur það sem þær eru bestar í - að fá hraðaupphlaup." ,,Það sem ég er mest ósáttur með er að það kemur uppgjöf síðustu tíu mínúturnar. Þær hætta að hlaupa til baka og gera ekki það sem er lagt fyrir þær, það er ég hundsvekktur með." ,,Þetta var of mikið að hver og ein ætlaði bara að sjá um þetta. Það bara gengur ekkert á móti þessu liði. Við náðum ekki að draga þær nægilega vel út og vorum alltaf að hnoða inn í sama pakkann." Harri ætlar sér ekki í sumarfrí á þriðjudaginn, svo mikið er ljóst: ,,Það var ekki mikið jákvætt í kvöld, en við erum búnar að gera margt jákvætt í ár. Það er leikur á þriðjudaginn og við ætlum að vinna hann, við dettum ekki út í apríl. Það má ekki," sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. Hrafnhildur Ósk: Gamlir skrokkar sem væru til í að klára þetta sem fyrst,,Við vorum alltaf með fimm til sex marka forystu og hleyptum þeim aldrei of nálægt. Vörnin að standa vel og Jenný mjög góð fyrir aftan, þá vinnum við alltaf," sagði Hrafnhildur Ósk, ánægð í leikslok. ,,Þar áttu mjög erfitt með að skora mörk. Það er ekkert oft sem við töpum leik þegar við höldum hinu liðinu í kringum 20 mörkin. Þá vinnum við undantekningarlaust." Aðspurð út í hvað hefði gerst um miðjan síðari hálfleikinn þegar Valsstúlkur héldu hreinu í fjórtán mínútur svaraði Hrafnhildur: ,,Þetta hefur verið okkar einkenni undanfarin ár. Það koma alltaf þessir tíu mínútna kaflar sem við höldum nánast hreinu og þetta virtist vera horfið úr okkar leik fyrir áramót. Þessir kaflar hafa þó komið aftur og eru búnir að vera í okkar leik síðan í febrúar. Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og gott að vita að þessir kaflar eru komnir aftur." ,,Við fáum mikið af auðveldum mörkum og annari bylgju. Mér fannst við ekkert hafa brjálæðislega fyrir því, en auðvitað var mikill hreyfanleiki í leikmönnum og hreyfing án bolta var mjög góð. Það var margt mjög jákvætt." ,,Það væri óskandi að fara í undanúrslit á þriðjudaginn. Það eru gamlir skrokkar í þessu liði sem væru til í að klára þetta sem fyrst," sagði Hrafnhildur Ósk í leikslok og brosti.
Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira