Fyrirmyndir óskast Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:47 Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar