Fyrirmyndir óskast Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:47 Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að atvinnulífið skorti tæknimenntað fólk. Háskólarnir hafa brugðist við þessari eftirspurn með því að stækka tæknideildirnar með ágætum árangri. Þó er eitt sem ber að skoða betur og það er val kvenna á háskólanámi. Því miður liggja tölur frá Íslandi ekki fyrir, en samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum sýna 74% stúlkna á miðstigi grunnskóla áhuga á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en í framhaldsskóla velja aðeins 0,3% stúlknanna tölvunarfræði. Háskólinn í Reykjavík vann rannsókn árið 2003 þar sem fram kom að stúlkur höfðu litla þekkingu á námi og störfum tölvunarfræðinga og höfðu þar af leiðandi ekki allar nauðsynlegar forsendur við val á háskólanámi. Aðeins 12% nemenda í tölvunarfræði það ár voru kvenkyns og hlutfallið var það sama árið 2010. Þá kom í ljós að drengir fengu aðgang að tölvum heima fyrir mun fyrr en stúlkur.Þú getur ekki orðið það sem þú getur ekki séð Á námskeiðum hjá Skema hefur hlutfall stúlkna verið að meðaltali um 10–15% nemenda en hefur þó farið allt niður í 0%. Ástæður þessa lága hlutfalls stúlkna hafa ekki verið vísindalega kannaðar, en eru taldar vera skortur á upplýsingum og aðgengi að tækni, skortur á sjálfstrausti og ekki síst skortur á fyrirmyndum. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við að forsvarsmenn flestra (ef ekki allra) stóru tæknifyrirtækjanna eru karlmenn. Þegar hakkaþon eru heimsótt eru um 99% þátttakenda karlmenn og þegar talað er um unga tæknifrumkvöðla eru oftast notuð karlkyns persónufornöfn.Hvatning er fyrsta skrefið Árið 2012 sigraði íslensk stúlka að nafni Ólína Helga Sverrisdóttir í forritunarkeppni sem haldin var á vegum FBI og Alice.org, þá aðeins 11 ára gömul. Síðastliðið haust komst þessi sama stúlka, sem nú er orðin 13 ára, í úrslit í Digital Girl of the Year Awards 2013. Ólína byrjaði að læra forritun hjá móður sinni fyrir nokkrum árum og úr varð heilt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurforrita menntun og skapa nýja kynslóð barna sem hefur undirstöðuþekkingu í forritun – börn sem verða skaparar tækni í stað þess að vera eingöngu neytendur hennar. Saga Ólínu Helgu sýnir að með örlítilli hvatningu frá foreldrum geta stelpur (og strákar) fengið áhuga á forritun og jafnvel unnið alþjóðlegar keppnir. Hvatning getur því kveikt áhuga sem verður til þess að börnin sækja sér þekkingu, byggja upp færni til framtíðar og draga úr kynbundnu starfsvali seinna á lífsleiðinni.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar