Tíska og hönnun

Hefur aldrei skírt mottuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Tom Selleck skartar einu frægasta yfirvararskeggi heims en hann segir í samtali við tímaritið GQ aldrei hafa skírt mottuna.

„Yfirvararskegg er að komast aftur í tísku er það ekki? Það var ekki í tísku,“ segir leikarinn og gefur ungum mönnum góð ráð ef þeir vilja safna skeggi.

„Verðið kynþroska. Það er mjög mikilvægt,“ segir hann og hlær. „Ashton Kutcher sagði mér, þegar við gerðum mynd saman og ég lék tengdaföður hans, að hann gæti ekki safnað yfirvararskeggi. Genin spila þarna hlutverk. Annað hvort getur maður þetta eða ekki.“

Tom verður sjötugur í byrjun næsta árs og er ekki hræddur við að eldast.

„Fólk segist ekki vilja sjá eftir neinu. Og ég sé ekki eftir neinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.