Fimm leikjum af sex er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í dag, en þar ber helst að nefna markalaust jafntefli Bayern Munchen gegn HSV. Þetta var annað jafntefli Bayern í fjórum leikjum.
Fjórtán mörk voru skoruð í leikjum dagsins, en Schalke kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa lent 0-2 undir gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli.
Hoffenheim vann svo góðan sigur á Stuttgart á útivelli, en Anthony Medeste skoraði eina markið eftir stundarfjórðung.
Paderborn situr á toppi deildarinnar eftir sigur á Hannover 96 á heimavelli með mörkum frá Elias Kachunga og Patrik Ziegler.
Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.
Augsburg - Werder Bremen 4-2
0-1 Davie Selke (3.), 1-1 Daniel Baier (14.), 2-1 Paul Verhaegh - víti (45.), Franco Di Santo - víti (57.), 3-2 Tobias Werner (77.), 4-2 Tim Matavz (90.).
HSV - Bayern Munchen 0-0
Paderborn - Hannover 96 2-0
1-0 Elias Kachunga (71.), 2-0 Patrick Ziegler (90.)
Schalke 04 - Eintracht Frankfurt 2-2
0-1 Alexander Meier (15.), 0-2 Marco Russ (24.), 1-2 Eric Maxim Choupo-Moting - víti (41.), 2-2 Julian Draxler (50.).
Rautt spjald: Kevin-Prince Boateng (61.).
Stuttgart - Hoffenheim 0-2
0-1 Anthony Medeste (15.), 0-2 Tarik Elyounoussi (84.).
