Myrkt ástarljóð til Íslands Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. september 2014 10:00 Hannah Kent. „Ég vildi að fólk fyndi fyrir kuldanum, myrkrinu og einangruninni, sæi landslagið fyrir sér og fyndi lyktina af sjónum.“ Vísir/GVA Gaman að hitta þig,“ segir Hannah Kent á skýrri íslensku þegar hún réttir mér höndina. „Fyrirgefðu hvað íslenskan mín er ryðguð, ég hef ekki verið dugleg að æfa mig.“ Hún er komin til Íslands í sjöunda sinn til að fylgja eftir útgáfu bókar sinnar Burial Rites, eða Náðarstund eins og hún kallast á íslensku. Hannah kom hér fyrst sautján ára gömul sem skiptinemi á vegum Rotary og dvaldi eitt ár á Sauðárkróki. Ástæða þess að hún valdi Ísland var einföld: hana langaði til að fá að sjá snjó í fyrsta sinn á ævinni. „Ég setti þrjú lönd á umsóknina mína; Ísland, Svíþjóð og Sviss því ég var viss um að þar væri nóg af snjó. Í viðtalinu sem ég fór í áður en ákveðið var hvert ég færi var ég spurð hvernig mér litist á að fara á stað þar sem væri myrkur allan sólarhringinn og mér fannst það alveg æðisleg hugmynd! Þannig vildi það til að Ísland varð fyrir valinu.“Þessi frá Ástralíu Hannah viðurkennir að fyrstu mánuðirnir á Sauðárkróki hafi verið mjög erfiðir. „Aðallega vegna þess hvað allt var gjörólíkt því sem ég þekkti. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að heiman og ég fór frá Adelaide, þar sem búa rúmlega milljón manns, úr 40 gráðu hita beint í kulda og snjó í þessu litla þorpi á Íslandi. Það var dimmt og kalt og snjór yfir öllu og ég talaði auðvitað enga íslensku og skildi ekki menninguna. Það erfiðasta var samt að vera utanaðkomandi í svona litlu samfélagi, mér fannst ég ansi berskjölduð. Fyrstu vikuna sem ég var þar var ég að ganga í skólann einn morguninn þegar bíll hægði á sér við hliðina á mér. Ég varð auðvitað skelkuð og fór að ganga hraðar en bíllinn fylgdi mér eftir og síðan voru rúðurnar skrúfaðar niður og ég heyrði þessar fjórar manneskjur sem voru í bílnum segja orð eins og „Ástralía“ og „Hannah“ og skildi að þau voru að tala um mig. Svo voru rúðurnar skrúfaðar upp og bíllinn keyrði áfram án þess að nokkur hefði sagt svo mikið sem „hæ“. Þannig voru þessar fyrstu vikur, ég var mjög einangruð en um leið afskaplega áberandi og umtöluð í bænum. Það var skrítin reynsla.“ Eftir fjóra, fimm mánuði segist Hannah þó hafa verið orðin hluti af samfélaginu, enda farin að tala dálitla íslensku og taka þátt í félagsstarfi í bænum. Hún segir þessa reynslu af því að hafa verið utanaðkomandi en um leið á allra vörum sennilega hafa átt þátt í því hve sagan af Agnesi Magnúsdóttur hafði mikil áhrif á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrði þá sögu fyrst. Ég var í bíl með fyrstu fósturfjölskyldunni minni á leið til Reykjavíkur og á leið gegnum Vatnsdalinn spurði ég hvort þessir skrítnu haugar væru grafir víkinga, ég hafði aldrei séð svona áður. Þau neituðu því auðvitað en bentu mér á Þrístapa og sögðu að þar hefði farið fram síðasta aftaka á Íslandi og að konan sem þar var tekin af lífi hefði heitið Agnes og verið vinnukona sem dæmd var fyrir að myrða húsbónda sinn og annan mann.“Agnes var hvorki djöfull né engill Hannah segist strax hafa fundið fyrir sterkum tengslum við Agnesi og ekki getað losnað við þessa sögu úr huganum. Það var þó ekki fyrr en hún var í ritlistarnámi við háskóla í heimabæ sínum sem henni datt í hug að skrifa sína útgáfu af sögunni. „Ég var með heimþrá til Íslands og notaði Agnesi til að komast aftur í tengsl við það.“ Hún lagðist í rannsóknir og las allt sem hún náði í um málið, bæði staðreyndir úr dómabókum, skáldskap og sögusagnir. „Það sem sló mig við lestur þessara gagna var hversu mjög allar umfjallanir einbeittu sér að Natani. Það var alltaf talað um hvað hann hefði verið mikill kvennaljómi og frábær læknir og maður fékk það á tilfinninguna að hann hefði verið stórfenglegur persónuleiki, en maður fékk enga tilfinningu fyrir því hvers konar manneskja Agnes hefði verið. Oftast var bara gengið út frá því að hún hefði verið ill að eðlisfari og ekki leitað neinna frekari skýringa á gjörðum hennar. Svo sá ég kvikmynd Egils Eðvarðssonar um Agnesi og þar fannst mér gengið alltof langt í hina áttina; hún var gerð að algjörum engli sem ekki gerði neitt rangt. Það fannst mér heldur ekki trúverðugt og mig langaði að kynnast henni betur og skrifa bók þar sem hún væri hvorki djöfull né engill, heldur bara breysk manneskja með sína sögu og sinn persónuleika.“ Ég segi að mér finnist hún nú sjálf gera Agnesi að hálfgerðu fórnarlambi aðstæðna í Náðarstund en Hannah mótmælir því hástöfum. „Allar lýsingar á því sem í raun gerðist á Illugastöðum eru í bókinni frásögn Agnesar sjálfrar. Og ég held ekki að hún sé neitt sérlega ábyggilegur frásagnaraðili í þessu máli. Auðvitað reynir hún að fegra sinn hlut þegar hún segir frá morðunum, myndu ekki allir gera það? Lesandinn þarf að lesa á milli línanna í frásögn hennar og mynda sér eigin skoðun.“ Hannah varði tveimur árum í rannsóknir á gögnum áður en hún byrjaði að skrifa söguna og kom á þeim tíma nokkrum sinnum til Íslands í gagnaleit. Hún segir það hafa verið mjög mikilvægt fyrir sig að allar lýsingar á því hvernig fólk bjó og hvernig tíðarandinn var á þessum tíma væru eins réttar og hægt væri. „Eins og ég segi í eftirmála bókarinnar er þessi saga fyrst og fremst myrkt ástarljóð til Íslands. Ég vildi að fólk fyndi fyrir kuldanum, myrkrinu og einangruninni, sæi landslagið fyrir sér og fyndi lyktina af sjónum. Kannski tókst það ekki nógu vel hjá mér, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er langt frá því að vera fullkomin bók, en ég vona samt að Íslendingar sem lesa bókina verði ekki pirraðir yfir því að slíkar lýsingar séu rangar. Það myndi ég taka mjög nærri mér.“Fjarlægðin gefur skarpari sýn Hvað sem Íslendingum kann að finnast um Náðarstund þarf Hannah ekki að kvarta yfir móttökunum annars staðar. Bókin kom út samtímis í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum vorið 2013 og hefur nú verið þýdd á mörg tungumál. Búið er að selja kvikmyndaréttinn og Jennifer Lawrence hefur verið fengin til að leika Agnesi. Hingað kom Hannah frá Þýskalandi þar sem bókin var að koma út og héðan liggur leiðin beint til Spánar og síðan Ítalíu til að fylgja eftir útkomu bókarinnar í þeim löndum. Hannah segist sjálf vera undrandi á þessum móttökum, þótt hún sé bæði glöð og þakklát en frægð bókarinnar hafi svo sem ekki breytt lífi hennar neitt stórkostlega. „Stærsta breytingin er að ég er flutt frá Adelaide til Melbourne þar sem ég bý með kærustunni minni, hundinum okkar og ketti og, jú, auðvitað hefði ég ekki ferðast svona mikið ef bókin hefði ekki orðið svona vinsæl. Annars er ég mest bara heima að skrifa, eins og ég hef alltaf verið, það er gott að skrifa í Melbourne og mér líður vel þar.“ Bókin sem Hannah vinnur að núna gerist á Írlandi á sama tíma og saga Agnesar og fjallar um barnsmorð sem hún rakst á heimildir um þegar hún vann rannsóknarvinnuna fyrir Náðarstund. Hvers vegna þykir henni betra að skrifa um atburði svona langt í burtu í tíma og rúmi? „Ég veit það eiginlega ekki. Ætli það sé ekki bara Agnesi að kenna. Mér datt aldrei í hug að ég yrði höfundur sem skrifaði sagnfræðilegar skáldsögur, en þessi saga frá Írlandi sótti bara svo á mig að ég fann að ég yrði að gera henni skil. Hvað kemur þar á eftir hef ég ekki hugmynd um. Og þú spyrð hvers vegna ég skrifi ekki um Ástralíu. Kannski er hún bara of nálægt mér. Ég held að það að horfa á hlutina úr fjarlægð gefi manni skarpari sýn og verði til þess að maður sjái kannski hluti sem heimamenn sjá ekki. Eða ég vona það allavega. Ég vona að Íslendingar fari ekki að hata mig eftir að hafa lesið Náðarstund. Ég vil geta komið hingað aftur og aftur. Þetta er mitt annað heimaland.“ Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gaman að hitta þig,“ segir Hannah Kent á skýrri íslensku þegar hún réttir mér höndina. „Fyrirgefðu hvað íslenskan mín er ryðguð, ég hef ekki verið dugleg að æfa mig.“ Hún er komin til Íslands í sjöunda sinn til að fylgja eftir útgáfu bókar sinnar Burial Rites, eða Náðarstund eins og hún kallast á íslensku. Hannah kom hér fyrst sautján ára gömul sem skiptinemi á vegum Rotary og dvaldi eitt ár á Sauðárkróki. Ástæða þess að hún valdi Ísland var einföld: hana langaði til að fá að sjá snjó í fyrsta sinn á ævinni. „Ég setti þrjú lönd á umsóknina mína; Ísland, Svíþjóð og Sviss því ég var viss um að þar væri nóg af snjó. Í viðtalinu sem ég fór í áður en ákveðið var hvert ég færi var ég spurð hvernig mér litist á að fara á stað þar sem væri myrkur allan sólarhringinn og mér fannst það alveg æðisleg hugmynd! Þannig vildi það til að Ísland varð fyrir valinu.“Þessi frá Ástralíu Hannah viðurkennir að fyrstu mánuðirnir á Sauðárkróki hafi verið mjög erfiðir. „Aðallega vegna þess hvað allt var gjörólíkt því sem ég þekkti. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að heiman og ég fór frá Adelaide, þar sem búa rúmlega milljón manns, úr 40 gráðu hita beint í kulda og snjó í þessu litla þorpi á Íslandi. Það var dimmt og kalt og snjór yfir öllu og ég talaði auðvitað enga íslensku og skildi ekki menninguna. Það erfiðasta var samt að vera utanaðkomandi í svona litlu samfélagi, mér fannst ég ansi berskjölduð. Fyrstu vikuna sem ég var þar var ég að ganga í skólann einn morguninn þegar bíll hægði á sér við hliðina á mér. Ég varð auðvitað skelkuð og fór að ganga hraðar en bíllinn fylgdi mér eftir og síðan voru rúðurnar skrúfaðar niður og ég heyrði þessar fjórar manneskjur sem voru í bílnum segja orð eins og „Ástralía“ og „Hannah“ og skildi að þau voru að tala um mig. Svo voru rúðurnar skrúfaðar upp og bíllinn keyrði áfram án þess að nokkur hefði sagt svo mikið sem „hæ“. Þannig voru þessar fyrstu vikur, ég var mjög einangruð en um leið afskaplega áberandi og umtöluð í bænum. Það var skrítin reynsla.“ Eftir fjóra, fimm mánuði segist Hannah þó hafa verið orðin hluti af samfélaginu, enda farin að tala dálitla íslensku og taka þátt í félagsstarfi í bænum. Hún segir þessa reynslu af því að hafa verið utanaðkomandi en um leið á allra vörum sennilega hafa átt þátt í því hve sagan af Agnesi Magnúsdóttur hafði mikil áhrif á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrði þá sögu fyrst. Ég var í bíl með fyrstu fósturfjölskyldunni minni á leið til Reykjavíkur og á leið gegnum Vatnsdalinn spurði ég hvort þessir skrítnu haugar væru grafir víkinga, ég hafði aldrei séð svona áður. Þau neituðu því auðvitað en bentu mér á Þrístapa og sögðu að þar hefði farið fram síðasta aftaka á Íslandi og að konan sem þar var tekin af lífi hefði heitið Agnes og verið vinnukona sem dæmd var fyrir að myrða húsbónda sinn og annan mann.“Agnes var hvorki djöfull né engill Hannah segist strax hafa fundið fyrir sterkum tengslum við Agnesi og ekki getað losnað við þessa sögu úr huganum. Það var þó ekki fyrr en hún var í ritlistarnámi við háskóla í heimabæ sínum sem henni datt í hug að skrifa sína útgáfu af sögunni. „Ég var með heimþrá til Íslands og notaði Agnesi til að komast aftur í tengsl við það.“ Hún lagðist í rannsóknir og las allt sem hún náði í um málið, bæði staðreyndir úr dómabókum, skáldskap og sögusagnir. „Það sem sló mig við lestur þessara gagna var hversu mjög allar umfjallanir einbeittu sér að Natani. Það var alltaf talað um hvað hann hefði verið mikill kvennaljómi og frábær læknir og maður fékk það á tilfinninguna að hann hefði verið stórfenglegur persónuleiki, en maður fékk enga tilfinningu fyrir því hvers konar manneskja Agnes hefði verið. Oftast var bara gengið út frá því að hún hefði verið ill að eðlisfari og ekki leitað neinna frekari skýringa á gjörðum hennar. Svo sá ég kvikmynd Egils Eðvarðssonar um Agnesi og þar fannst mér gengið alltof langt í hina áttina; hún var gerð að algjörum engli sem ekki gerði neitt rangt. Það fannst mér heldur ekki trúverðugt og mig langaði að kynnast henni betur og skrifa bók þar sem hún væri hvorki djöfull né engill, heldur bara breysk manneskja með sína sögu og sinn persónuleika.“ Ég segi að mér finnist hún nú sjálf gera Agnesi að hálfgerðu fórnarlambi aðstæðna í Náðarstund en Hannah mótmælir því hástöfum. „Allar lýsingar á því sem í raun gerðist á Illugastöðum eru í bókinni frásögn Agnesar sjálfrar. Og ég held ekki að hún sé neitt sérlega ábyggilegur frásagnaraðili í þessu máli. Auðvitað reynir hún að fegra sinn hlut þegar hún segir frá morðunum, myndu ekki allir gera það? Lesandinn þarf að lesa á milli línanna í frásögn hennar og mynda sér eigin skoðun.“ Hannah varði tveimur árum í rannsóknir á gögnum áður en hún byrjaði að skrifa söguna og kom á þeim tíma nokkrum sinnum til Íslands í gagnaleit. Hún segir það hafa verið mjög mikilvægt fyrir sig að allar lýsingar á því hvernig fólk bjó og hvernig tíðarandinn var á þessum tíma væru eins réttar og hægt væri. „Eins og ég segi í eftirmála bókarinnar er þessi saga fyrst og fremst myrkt ástarljóð til Íslands. Ég vildi að fólk fyndi fyrir kuldanum, myrkrinu og einangruninni, sæi landslagið fyrir sér og fyndi lyktina af sjónum. Kannski tókst það ekki nógu vel hjá mér, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er langt frá því að vera fullkomin bók, en ég vona samt að Íslendingar sem lesa bókina verði ekki pirraðir yfir því að slíkar lýsingar séu rangar. Það myndi ég taka mjög nærri mér.“Fjarlægðin gefur skarpari sýn Hvað sem Íslendingum kann að finnast um Náðarstund þarf Hannah ekki að kvarta yfir móttökunum annars staðar. Bókin kom út samtímis í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum vorið 2013 og hefur nú verið þýdd á mörg tungumál. Búið er að selja kvikmyndaréttinn og Jennifer Lawrence hefur verið fengin til að leika Agnesi. Hingað kom Hannah frá Þýskalandi þar sem bókin var að koma út og héðan liggur leiðin beint til Spánar og síðan Ítalíu til að fylgja eftir útkomu bókarinnar í þeim löndum. Hannah segist sjálf vera undrandi á þessum móttökum, þótt hún sé bæði glöð og þakklát en frægð bókarinnar hafi svo sem ekki breytt lífi hennar neitt stórkostlega. „Stærsta breytingin er að ég er flutt frá Adelaide til Melbourne þar sem ég bý með kærustunni minni, hundinum okkar og ketti og, jú, auðvitað hefði ég ekki ferðast svona mikið ef bókin hefði ekki orðið svona vinsæl. Annars er ég mest bara heima að skrifa, eins og ég hef alltaf verið, það er gott að skrifa í Melbourne og mér líður vel þar.“ Bókin sem Hannah vinnur að núna gerist á Írlandi á sama tíma og saga Agnesar og fjallar um barnsmorð sem hún rakst á heimildir um þegar hún vann rannsóknarvinnuna fyrir Náðarstund. Hvers vegna þykir henni betra að skrifa um atburði svona langt í burtu í tíma og rúmi? „Ég veit það eiginlega ekki. Ætli það sé ekki bara Agnesi að kenna. Mér datt aldrei í hug að ég yrði höfundur sem skrifaði sagnfræðilegar skáldsögur, en þessi saga frá Írlandi sótti bara svo á mig að ég fann að ég yrði að gera henni skil. Hvað kemur þar á eftir hef ég ekki hugmynd um. Og þú spyrð hvers vegna ég skrifi ekki um Ástralíu. Kannski er hún bara of nálægt mér. Ég held að það að horfa á hlutina úr fjarlægð gefi manni skarpari sýn og verði til þess að maður sjái kannski hluti sem heimamenn sjá ekki. Eða ég vona það allavega. Ég vona að Íslendingar fari ekki að hata mig eftir að hafa lesið Náðarstund. Ég vil geta komið hingað aftur og aftur. Þetta er mitt annað heimaland.“
Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira