Innlent

Hraunið komið yfir veginn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Nýja hraunið úr Holuhrauni fer enn stækkandi og hefur nú farið yfir vegslóðann á Flæðunum á nokkrum stöðum. Samkvæmt jarðvísindamönnum á vettvangi dregur ekkert úr gosinu og er virknin enn mjög mikil.

Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur og er skjálftavirkni jafnframt með svipuðu móti. Fimm skjálftar stærri en 3,0 hafa mælst frá hádegi í gær, sá stærsti 5,0 rétt fyrir klukkan fimm í gærdag. Engar breytingar er að sjá á vatnamælum sem ekki er hægt að skýra með veðurfarsbreytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×