Enski boltinn

Wenger: Erfitt að kaupa varnarmenn

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Það er lítil breidd í vörninni hjá Arsenal og liðið má illa við skakkaföllum.

Thomas Vermaelen var seldur til Barcelona og Arsenal náði ekki að kaupa gríska landsliðsmanninn Kostas Manolas.

Fyrir vikið er Arsenal aðeins með sex varnarmenn sem þurfa að leysa fjórar stöður í vetur.

Bakvörðurinn Mathieu Debuchy var fljótur að meiðast og missir af þrem mánuðum vegna meiðsla. Nacho Monreal er einnig meiddur.

„Við vorum óheppnir að missa þessa tvo stráka en það verður að viðurkennast að það er mjög erfitt að kaupa varnarmenn í dag," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Lundúnaliðið keypti Alexis Sanchez, Danny Welbeck, Calum Chambers, Debuchy og David Ospina í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×