Erlent

Kona og barn brennd lifandi fyrir heimanmund

Samúel Karl Ólason skrifar
Brúðhjón í Indlandi sitja við brúðkaupsgjafir sínar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Brúðhjón í Indlandi sitja við brúðkaupsgjafir sínar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AP Images
Lögregla í austanverðu Indlandi hefur handtekið eiginmann og tengdaforeldra ungar konu, Annu Devi, fyrir að hafa brennt hana og barn hennar lifandi. Talið er að ástæða morðsins tengist heimanmundi konunnar, en foreldrar hennar halda því fram.

Sagt er frá þessu á vef CNN.

Atvikið átti sér stað þann 30. janúar og eru eiginmaðurinn og foreldrar hans grunaðir um að hafa hellt eldsneyti á konuna sem var 22 ára gömul og stúlkubarn hennar og kveikt í. Barnið lést samstundis en konan lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Aðspurður hvort það að Annu Devi hafi fætt stúlkubarn hafi spilað inn í, segir yfirlögregluþjónninn N.K. Mishra að svo geti verið. „Aðallega var það vegna heimanmundsins, fjölskyldan hennar segir að hún hafi verið áreitt og sífellt beðin um peninga og aðra hluti.“

Heimanmundur er bannaður í Indlandi en þrátt fyrir það er algeng venja við brúðkaup. Árið 2012 skráðu lögregluyfirvöld í Indlandi 8.233 morð á konum sem tengd heimanmundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×