Erlent

Getspakur órangútan hefur alltaf haft rétt fyrir sér

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fjallað var um ágiskun Eli í bandarískum fjölmiðlum.
Fjallað var um ágiskun Eli í bandarískum fjölmiðlum.
Apinn Elijah – yfirleitt kallaður Eli - er getspakur. Í sjö ár hefur hann giskað á réttan sigurvegara í Superbowl, úrslitaleik ameríska fótboltans.

Eli, sem er órangútan, velur sigurvegarann með því að snerta hjálm annars liðsins nokkrum dögum fyrir leik. Starfsmenn í Hogle dýragarðinum í Salt Lake City setja hjálma beggja liðanna inn í búrið hans og gefa honum frelsi til þess að velja sigurvegara. Að loknu giskinu leikur hann sér að hjálmunum ásamt maka sínum, Evu og dótturinni Acara.

Hann var óvenju ákveðinn fyrir leikinn sem fór fram í nótt. Hann hljóp að hjálmi Seattle Seahawks og þrumaði honum niður. Spurning hvort að það hafi ekki einfaldlega verið til marks um hversu ótrúlega ójafn leikurinn var.

Fleiri dýr hafa vakið athygli fyrir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit kappleikja. Kolkrabbinn Paul giskaði á oft á rétt úrslit í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Suður Afríku og mörðurinn Fred var nokkuð getspakur á Evrópukeppninni árið 2012.

Myndband af ágiskun Eli má sjá hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×