Erlent

Vilja að Snowden beri vitni í Þýskalandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Angela Merkel í símanum.
Angela Merkel í símanum. Nordicphotos/AFP
Þýsk mannréttindasamtök og mannréttindalögfræðingar hafa lagt fram kæru á hendur Angelu Merkel kanslara og fleiri ráðamönnum ásamt þýsku leyniþjónustunni fyrir að hafa aðstoðað bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir við njósnir gegn einstaklingum.

Sérstaklega er farið fram á að bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden verði kallaður til vitnis, en Snowden fékk bráðabirgðahæli í Rússlandi eftir að bandarísk yfirvöld gerðu vegabréf hans ógilt á síðasta ári.

Það eru samtökin Chaos Computer Club og Internationale Liga für Menschenrechte sem leggja fram kæruna, en ríkissaksóknari í Þýskalandi hefur hana til skoðunar.

Kæran snýst um eftirlit með símtölum og netsamskiptum einstaklinga, sem skjöl frá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninn NSA sýn að sé stundað í stórum stíl víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×