Erlent

Dánarbú Nelson Mandela metið á yfir 450 milljónir

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Mandela lést í desember, þá 95 ára að aldri.
Mandela lést í desember, þá 95 ára að aldri. Vísir/Nordicphotos/AFP
Dánarbú Nelson Mandela er metið á meira en 46 milljónir randa eða rúmlega 450 milljónir króna. BBC greinir frá þessu.

Skiptastjórinn sagði erfðaskrá Mandela vera um 40 blaðsíður og sagðist ekki hafa vitneskju um að neinn gerði athugasemdir við réttmæti hennar.

Mandela mun arfleiða sitt nánasta starfsfólk sem og skólum sem hann sótti sem barn. Einnig fá aðrar menntastofnanir fjármuni ásamt fjölskyldu forsetans fyrrverandi.

Hægt verður að mótmæla erfðaskránni í 90 daga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×