Erlent

Víðtæk spilling í Evrópulöndum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Cecilia Malmström, innanríkisstjóri ESB.
Cecilia Malmström, innanríkisstjóri ESB. Nordicphotos/AFP
Cecilia Malmström, innanríkisstjóri Evrópusambandsins, kynnir í dag skýrslu um spillingu í aðildarríkjunum. Þar kemur fram að alls sé talið að spillingin kosti efnahagslíf Evrópusambandsríkjanna um 120 milljarða evra, eða nærri 19 þúsund milljarða króna.

í grein eftir Malmström, sem birtist í sænska dagblaðinu Göteborgs-Posten í morgun, segir hún að spillingin sé gríðarmikil og grafi undan trú manna á viðskiptalífið. BBC skýrir frá.

Í skýrslunni kemur fram að 40 prósent allra fyrirtækja, sem könnuð voru, telji spillingu gera þeim erfitt fyrir við að stunda viðskipti í ESB-ríkjunum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem fjallað er um í skýrslunni, telja þrír af hverjum fjórum íbúum Evrópusambandsins að spilling sé útbreidd í heimalandi sínu.

Fyrir nokkrum dögum var ákveðið að úr skýrslunni verði sleppt sérstökum kafla um spillingu meðal stofnana Evrópusambandsins sjálfs. Haft var eftir talsmanni Malmströms að þetta hafi verið ákveðið vegna þess að erfitt sé að dæma í eigin sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×