Nýja miðvarðarpar PSG sá um Kólumbíu - Brasilía í undanúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2014 12:22 David Luiz fagnar marki sínu. Vísir/Getty Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Miðvarðarpar brasilíska landsliðsins, Thiago Silva og David Luiz, skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta í kvöld og tryggðu Brasilíumönnum undanúrslitaleik á móti Þjóðverjum. Thiago Silva skoraði fyrra markið í upphafi leiks eftir hornspyrnu Neymar en það síðasta var stórkostleg aukaspyrna David Luiz af um 30 metra færi. James Rodríguez minnkaði muninn úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Brasilíumenn héldu út og fögnuðu vel sæti í undanúrslitunum. Brasilíumenn voru augljóslega mættir til að sýna allt annan og betri leik en í leikjunum á undan og það var allt annað að sjá hraðann og kraftinn í leik liðsins. Kólumbíumönnum tókst hinsvegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku sinni í síðustu leikjum. Brasilíumenn fengu líka sannkallaða draumabyrjun þegar fyrirliðinn skoraði eftir aðeins sjö mínútna leik. Thiago Silva skoraði markið með hnénu eftir að hornspyrna Neymar datt fyrir fætur miðvarðarins í markteignum. Brasilíumenn voru miklu hættulegri í fyrri hálfleiknum og Kólumbíumenn gekk illa að finna taktinn. James Rodriguez var í mjög strangri gæslu Fernandinho sem tókst að pirra vel spútnikstjörnu mótsins. Kólumbíumenn náðu ágætum kafla um miðjan hálfleikinn og Juan Cuadrado komst næst því að skora þegar skot hans fór rétt framhjá. Neymar skapaði ávallt hættu, hvort sem er var í föstu leikatriðum eða opnum leik og Hulk sá skotfæri í nánast hvert skipti sem hann fékk boltann. Hulk átti sinn besta leik í keppninni en hafði ekki heppnina með sér.1-0 Thiago Silva.Vísir/GettyKólumbíumenn reyndu að bíta frá sér í seinni hálfleiknum en Brasilíumenn vörðust vel og biðu síðan færis. Það kom þegar liðið fékk aukaspyrnu af um 30 metra færi eftir 69 mínútna leik. Nú var komið að hinum miðverðinum. David Luiz lét vaða og boltinn söng í markinu fyrir aftan David Ospina í marki Kólumbíu. Frábært mark og þau verða varla fallegri á þessum tímapunkti á HM. Kólumbíumenn hættu ekki og varamaðurinn Carlos Bacca fiskaði vítaspyrnu á 78. mínútu eftir frábæran undirbúning James Rodríguez. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi sitt sjötta mark í keppninni. Kólumbíumenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en tókst ekki og heimamenn í Brasilíu fögnuðu innilega í leikslok enda nú aðeins tveimur sigrum frá því að vinna heimsmeistaratitilinn á heimavelli.2-0 David Luiz.Vísir/Getty2-1 James Rodríguez.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12 Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30 Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33 Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22
Þjóðverjar í undanúrslit á fjórða HM í röð Þjóðverjar eru komnir í undanúrslit á fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð eftir 1-0 sigur á Frökkum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 12:10
James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01
Brasilíumenn brutu 31 sinni af sér í kvöld - Thiago Silva í leikbann Brasilíumenn eru komnir áfram í undanúrslit á HM í fótbolta eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í kvöld í átta liða úrslitum keppninnar. 4. júlí 2014 22:12
Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu. 4. júlí 2014 20:30
Neymar upp á spítala? Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta. 4. júlí 2014 22:33