„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2014 09:57 Frá fyrirtökunni í héraði í morgun. Vísir/KTD Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings sem einnig er ákærður í málinu, var sá eini sem var viðstaddur þingfestinguna í síðasta mánuði. Neitaði Hreiðar Már sök líkt og Magnús og Sigurður sem tóku afstöðu til málsins í dag. Þremenningarnir eru ákærðir í þriðja sinn af sérstökum saksóknara en ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar fyrir hrun. Þeim er gert að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþings banka, eða svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarálag bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. „Ákæran er algjörlega röng. Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum,“ sagði Sigurður fyrir dómi í dag. Magnús sagðist saklaus þegar hann var spurður um afstöðu sína. Ákæruna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þá kom fram fyrir dómi að Hreiðar Már hefði óskað eftir því að málinu yrði vísað frá vegna brota á 6. grein Mannréttindadómstólsins og 70. greinar stjórnarskrár. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni. Málflutningur um frávísunarkröfuna mun fara fram þann 8. september. CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar "Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings sem einnig er ákærður í málinu, var sá eini sem var viðstaddur þingfestinguna í síðasta mánuði. Neitaði Hreiðar Már sök líkt og Magnús og Sigurður sem tóku afstöðu til málsins í dag. Þremenningarnir eru ákærðir í þriðja sinn af sérstökum saksóknara en ákæran er vegna tugmilljarða lánveitingar vegna viðskipta með skuldatryggingar fyrir hrun. Þeim er gert að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþings banka, eða svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarálag bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. „Ákæran er algjörlega röng. Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum,“ sagði Sigurður fyrir dómi í dag. Magnús sagðist saklaus þegar hann var spurður um afstöðu sína. Ákæruna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þá kom fram fyrir dómi að Hreiðar Már hefði óskað eftir því að málinu yrði vísað frá vegna brota á 6. grein Mannréttindadómstólsins og 70. greinar stjórnarskrár. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni. Málflutningur um frávísunarkröfuna mun fara fram þann 8. september.
CLN-málið Tengdar fréttir Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41 Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar "Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. 11. júní 2014 16:30 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Sakaðir um umboðssvik vegna lána til vildarvina Ákæra á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik, verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2014 10:41
Segir sérstakan saksóknara stunda nornaveiðar "Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. 11. júní 2014 16:30
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04