Menning

Stefán Máni fékk Blóðdropann í þriðja sinn

Stefán Máni er ekki óvanur því að veita Blóðdropanum viðtöku því hann féll einnig í hans hlut árin 2013 og 2007.
Stefán Máni er ekki óvanur því að veita Blóðdropanum viðtöku því hann féll einnig í hans hlut árin 2013 og 2007. Visir/Valli
Grimmd eftir Stefán Mána var útnefnd besta íslenska Glæpasagan árið 2013 og hlýtur Blóðdropann, bókmenntaverðlaun Hins íslenska glæpafélags 2014. Bókin verður jafnframt framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins árið 2015.

Þetta er í þriðja sinn sem Stefán Máni hlýtur þessa upphefð því bók hans Húsið hlaut Blóðdropa síðasta árs og Skipið hlaut hann 2007.



Dómnefnd, skipuðu þeim Auði Aðalsteinsdóttur, Ingu Magneu Skúladóttur og Úlfari Snæ Arnarsyni, segir meðal annars í rökstuðningi sínum fyrir valinu: „Lesandinn er sendur í æsandi ferðalag um Stór-Reykjavíkursvæðið og þvert yfir Ísland og spennan magnast með hverri blaðsíðu. Líkt og í fyrri bókum Stefáns Mána er mikið um ofbeldi í þessari bók og honum tekst sem fyrr að vekja upp viðbjóð með gróteskum lýsingum og gerir það listilega og eftirminnilega. En samt er manngæska ekki langt undan og jafnvel versta fólk á sínar góðu hliðar. ...

Ein sterkasta hlið Stefáns Mána er persónusköpun hans og þar með tilgerðarlaus og eðlileg samtöl sem fá söguna til að flæða mjög eðlilega. Persónum sögunnar er lýst mjög nákvæmlega og myndrænt með þeim afleiðingum að lesandinn kynnist þeim mjög vel, auk þess sem sögusviðið er trúverðugt og mótast skýrt í huga þess er les. ...

Þetta er hörkuspennandi saga sem heldur lesandanum á ystu nöf allt til enda.“



Afhendingin fór fram í Borgarbókasafni í Grófarhúsi nú fyrir skömmu og veitti Stefán Máni þar viðtöku verðlaunagripnum Blóðdropanum, sem hannaður er af Kristínu J. Guðmundsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.