Menning

Blóðdropinn afhentur í dag

Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er ein þeirra bóka sem keppa um Blóðdropann í ár.
Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er ein þeirra bóka sem keppa um Blóðdropann í ár.
Blóðdropinn 2014, verðlaun Hins íslenska glæpafélags fyrir bestu glæpasögu ársins 2013, verður afhentur við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi, í dag klukkan 16.30. Handhafi Blóðdropans verður jafnframt fulltrúi Íslands í baráttunni um Glerlykilinn, sem veittur er árlega fyrir bestu norrænu glæpasöguna.



Þær sögur sem sendar voru í slaginn um Blóðdropann að þessu sinni eru Skuggasund eftir Arnald Indriðason, Olnbogavík eftir Hermann Jóhannesson, Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson, Blóð hraustra manna eftir Óttar M. Norðfjörð, Andköf eftir Ragnar Jónasson, Hinir réttlátu eftir Sólveigu Pálsdóttur, Grimmd eftir Stefán Mána, Drekinn eftir Sverri Berg og Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.