Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 17:19 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira