Fótbolti

Maradona: Þjóðverjar voru ógnvekjandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Diego Maradona lofaði mjög frammistöðu þýska landsliðsins gegn Portúgal á HM í Brasilíu.

Maradona er einn af merkustu leikmönnum í sögu keppninnar og vann titilinn með Argentínu á HM í Mexíkó árið 1986.

„Við sáum ógnvekjandi lið Þýskalands sem spilaði nánast fullkomnlega,“ sagði Maradona í sjónvarpsþætti sem hann stýrir í sjónvarpsstöð í Venesúela.

„Önnur lið hafa áhyggjur af þeim og hversu kraftmiklir leikmenn liðsins eru. Ef Þýskaland heldur uppteknum hætti verður að taka liðið alvarlega,“ bætti hann við.

Maradona var mikill markahrókur á sínum tíma og hreifst af Thomas Müller sem skoraði þrennu í 4-0 sigri Þýskalands. Maradona kallar hann „El Flaco“ - þann granna .

„Hann er ekki með neina vöðva en hann reif lið Portúgals í sundur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×