Skil ömmur mínar núna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 11:00 "Þetta var einhvers konar köllun. Ekki bara val,“ segir Jóhanna um myndlistina. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla að halda upp á afmælið þegar kemur fram á vordaga og vonast til að geta gert það með vinum og kunningjum. Það kemur yfir mann þegar tugirnir eru orðnir þetta margir að hugsa aftur í tímann og átta sig á verðmætunum í vináttu þess fólks sem maður hefur deilt tilverunni með.“ Þetta segir Jóhanna Bogadóttir þegar hún er innt eftir áformum sínum í tilefni sjötugsafmælisins sem er í dag. Jóhanna hefur lengi mundað pensilinn og á yfir hundrað sýningar að baki. „Ég er enn á kafi í myndlistinni, hún togar í mig endalaust. Mér finnst ég eiga svo margt ógert,“ segir hún brosandi. Þó margir tali um að hætta að vinna um sjötugt eða fyrr segir hún það ekki á dagskrá hjá myndlistarmönnum. Kveðst líka heppin með heilsuna. „Ég er farin að skilja betur ömmur mínar sem töluðu um það þegar ég var lítil hvað það væri dýrmætt að hafa góða heilsu.“ Sem barn kveðst hún hafa heillast af fallegum litum og fegurð heimsins og langað snemma að lýsa þeirri tilfinningu. „Ég vildi samt fara í „alvöru“ nám og var í stærðfræðideild MA, tók bara fram vatnslitina á kvöldin á heimavistinni og hélt að ég mundi alltaf hafa myndlistina sem tómstundagaman en um það leyti sem ég tók stúdentsprófið var sú ákvörðun tekin að fara í listnám. Þetta var einhvers konar köllun, ekki bara val.“ Hún lærði bæði í Frakklandi og Svíþjóð og kveðst síðan oft hafa bæði málað og sýnt erlendis. „Þegar ég dvel í útlöndum verð ég að taka efni með mér og hafa smá vinnuaðstöðu. Það eru mín allra bestu frí. Mig hefur aldrei langað í baðstrandarfrí en auðvitað get ég þráð að vera í sólskini og betra og hlýrra loftslagi, verandi hér í skammdegi og roki. Ég hef verið á framandi slóðum eins og Afríku, Mexíkó og Indlandi sem hafa haft gríðarleg áhrif á mig og mína vinnu,“ segir hún og kveðst eilíflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess. „Ég hafði alltaf mikla útlandaþrá og hef í raun búið miklu meira á Íslandi en ég hugsaði mér þegar ég var ung.“ Jóhanna ólst upp í Vestmannaeyjum, meðal annars við rok og brim og segir baráttu mannsins við höfuðskepnurnar hafa verið rauða þráðinn í hennar myndlist. „Hvar sem ég fer um heiminn finn ég fyrir sömu tilfinningum sem færa mig aftur til upprunans.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég ætla að halda upp á afmælið þegar kemur fram á vordaga og vonast til að geta gert það með vinum og kunningjum. Það kemur yfir mann þegar tugirnir eru orðnir þetta margir að hugsa aftur í tímann og átta sig á verðmætunum í vináttu þess fólks sem maður hefur deilt tilverunni með.“ Þetta segir Jóhanna Bogadóttir þegar hún er innt eftir áformum sínum í tilefni sjötugsafmælisins sem er í dag. Jóhanna hefur lengi mundað pensilinn og á yfir hundrað sýningar að baki. „Ég er enn á kafi í myndlistinni, hún togar í mig endalaust. Mér finnst ég eiga svo margt ógert,“ segir hún brosandi. Þó margir tali um að hætta að vinna um sjötugt eða fyrr segir hún það ekki á dagskrá hjá myndlistarmönnum. Kveðst líka heppin með heilsuna. „Ég er farin að skilja betur ömmur mínar sem töluðu um það þegar ég var lítil hvað það væri dýrmætt að hafa góða heilsu.“ Sem barn kveðst hún hafa heillast af fallegum litum og fegurð heimsins og langað snemma að lýsa þeirri tilfinningu. „Ég vildi samt fara í „alvöru“ nám og var í stærðfræðideild MA, tók bara fram vatnslitina á kvöldin á heimavistinni og hélt að ég mundi alltaf hafa myndlistina sem tómstundagaman en um það leyti sem ég tók stúdentsprófið var sú ákvörðun tekin að fara í listnám. Þetta var einhvers konar köllun, ekki bara val.“ Hún lærði bæði í Frakklandi og Svíþjóð og kveðst síðan oft hafa bæði málað og sýnt erlendis. „Þegar ég dvel í útlöndum verð ég að taka efni með mér og hafa smá vinnuaðstöðu. Það eru mín allra bestu frí. Mig hefur aldrei langað í baðstrandarfrí en auðvitað get ég þráð að vera í sólskini og betra og hlýrra loftslagi, verandi hér í skammdegi og roki. Ég hef verið á framandi slóðum eins og Afríku, Mexíkó og Indlandi sem hafa haft gríðarleg áhrif á mig og mína vinnu,“ segir hún og kveðst eilíflega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess. „Ég hafði alltaf mikla útlandaþrá og hef í raun búið miklu meira á Íslandi en ég hugsaði mér þegar ég var ung.“ Jóhanna ólst upp í Vestmannaeyjum, meðal annars við rok og brim og segir baráttu mannsins við höfuðskepnurnar hafa verið rauða þráðinn í hennar myndlist. „Hvar sem ég fer um heiminn finn ég fyrir sömu tilfinningum sem færa mig aftur til upprunans.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira