Innlent

Vill vita hverja Vinstristjórnin réði án auglýsinga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Birgir tók orðalag Katrínar en breytti tímabilinu sem spurt var um.
Birgir tók orðalag Katrínar en breytti tímabilinu sem spurt var um. Vísir / Stefán
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að upplýst verði hversu margir aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum voru ráðnir án auglýsingar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hann hefur lagt fram fyrirspurn þess efnis til allra ráðherra í ríkisstjórninni.

Fyrirspurnirnar svipa mikið til spurninga sem Katrín Jakobsdóttir lagði fyrir ráðherra nýverið um ráðningar frá því að ný stjórn tók við völdum. Í raun er eini munurinn á fyrirspurnum þingmannanna tveggja tímabilið sem spurt er um.

„Þetta snýst um samskonar viðfangsefni, bara annað tímabil. Mér fannst eðlilegt fyrst að fyrirspurn Katrínar var komin fram að það væri tekin samanburðartími,“ segir Birgir um fyrirspurnirnar. „Ég tók bara orðalag Katrínar og yfirfærði tímabilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×