Erlent

Franskur rithöfundur hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Franski rithöfundurinn Patrick Modiano hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels 2014. Hann er vel þekktur í Frakklandi og bækur hans hafa verið þýddar yfir á sænsku.

Alls hafa 111 einstaklingar hlotið bókmenntaverðlaunin frá árinu 1901. Þar eru meðtaldir Rudyard Kipling, Toni Morrison, Ernest Hemingway og Halldór Laxnes.

Minnisleysi kemur oft upp í skáldsögum Modiano sem og hernám Nasista í Frakklandi í seinni heimstyrjöldinni. Meðlimir Nóbelsnefndarinnar segja bækur hans vera í styttri kantinum en hann gaf út fyrstu bók sína árið 1968.

Í verðlaun mun Modiano fá átta milljónir sænskra króna eða um 134 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×