Við drögnumst öll með okkar djöfla Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. október 2014 12:30 Orri Harðarson: „Þá sá maður þennan listaheim í hillingum og varð stjörnustjarfur ef maður hitti tónlistarmann eða skáld.“ Vísir/Pjetur Ég tók þá ákvörðun að setjast niður og láta á það reyna hvort mér tækist að skrifa skáldsögu,“ segir Orri Harðarson spurður hver kveikjan að fyrstu skáldsögu hans, Stundarfró, hafi verið. „Ég hafði ekki fastmótaðar hugmyndir um framvindu sögunnar þegar ég byrjaði, var meira að leitast við að skapa einhverja stemningu sem mér hugnaðist. Svo var ég bara svo heppinn að persónurnar og atburðarásin komu nokkurn veginn af sjálfu sér.“ Aðalpersónurnar þrjár, skáldið Arinbjörn Hvalfjörð, unglingsstúlkan Dísa og Aðalsteina amma hennar, eiga sér ekki beinar fyrirmyndir að sögn Orra, en hann viðurkennir þó að hið drykkfellda skáld eigi að einhverju leyti rætur í eigin reynslu. „Það eru örugglega þó nokkur prósent af þeim karakter sótt beint í mig sjálfan en reyndar er eitthvað af mér í öllum þessum karakterum. Þegar þessar persónur voru að mótast sótti ég bæði inn á við og í fólk sem maður hefur þekkt.“Stjörnustjarfur unglingur Spurður hvort það sé ekki glæfraspil fyrir miðaldra karl að gera átján ára stúlku að einni aðalpersónunni kemur Orri af fjöllum. „Ha? Er það? Dísa er í mínum huga nánast óður til minna bestu vinkvenna á þeim tíma sem við vorum unglingar seint á níunda áratugnum. Ég get alveg gengist við því að auðvitað þekki ég skáldið best af þessum persónum, en hins vegar held ég miklu meira með stelpunni og ömmu hennar. Í þessari bók eru þó engar hetjur. Við erum öll breysk og drögnumst með okkar djöfla, á því er fremur stigsmunur en eðlismunur hvernig fólk vinnur úr því.“ Sögutími bókarinnar er árið 1989 en þá var Orri sjálfur unglingur. „Þá bjó ég uppi á Akranesi og var rétt byrjaður að kíkja á kúltúrinn í Reykjavík. Það er þess vegna dálítil nostalgía í frásögninni, ég er að lýsa veröld sem var. Þá sá maður þennan listaheim í hillingum og varð stjörnustjarfur ef maður hitti tónlistarmann eða skáld. Það var til dæmis ógleymanlegt að hitta Steinar Sigurjónsson í biðskýli Akraborgarinnar eða Dag Sigurðarson í strætóskýli. Það var eins og skáldin væru alltaf leitandi skjóls í einhverjum skýlum á þessum tíma.“Undirleikur við eldhússtemningar Sögusviðið er Akureyri, þar sem Orri býr í dag, og hann segir það hafa verið auðvelt að teikna upp bæjarbraginn. „Ég var á Akureyri sumarlangt 1987 og teikna það samfélag upp eins og það lifir í minninu. Tímarnir voru svo allt aðrir þá. Fólk var til dæmis ennþá að hlusta á plötur.“ Tónlistin sem persónurnar hlusta á og tengja við er einn af rauðu þráðum bókarinnar, kom aldrei annað til greina? „Tónlistin hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi mínu og ég var orðinn dálítið háður henni þegar ég var að skrifa, þurfti að setja ákveðna músík á fóninn til að komast í gang og svo læddust að mér tónlist og textabrot sem fléttuðust inn í söguna. Bæði eru það plötur sem persónurnar hlusta á, Smiths, Cure og Leonard Cohen til dæmis, og eins lög og stemning af Rás 1 sem voru undirleikur við allar eldhússtemningar æsku minnar.“Þekking og samkennd Eitt sterkasta aflið í Stundarfró er alkóhólismi skáldsins, sem Orri vill reyndar frekar kalla ofneyslu, það afl þekkir hann vel úr eigin fortíð þótt hann hafi snúið af þeirri braut fyrir sjö árum. „Það var langt tímabil í mínu lífi, sirka fimmtán ár, þar sem ég drakk mjög mikið og illa og kynntist þá mjög mörgum í svipuðum eða verri málum en ég var í. Þannig að ég hef bæði þekkingu á ástandinu og samkennd með fólki sem er á þessum stað í lífinu og það hjálpaði mér auðvitað þegar ég var að skapa þessa persónu og aðstæður hennar. Ég er hins vegar kominn ansi langt frá þessu lífi, er heimavinnandi heimilisfaðir með tvær ungar dætur og yndislega konu í dag og lífið er eins og best verður á kosið.“Ekki þessi sviðstýpa Orri er tónlistarmaður og hefur lengi starfað á því sviði, eru skriftirnar búnar að stela honum frá tónlistinni eða var það alltaf draumurinn að fara að skrifa? „Ég er voða mikið að klóra mér í hausnum yfir þeirri spurningu núna, en ég man ekki til þess. Ég var hins vegar ekki búinn að skrifa lengi þegar mig fór að gruna að ég hefði sennilega alltaf átt að vera að þessu. Skriftabransinn hentar mér mun betur en tónlistarbransinn. Ég var líka orðinn dálítið þreyttur á því öllu saman, tónlistin var hætt að gefa mér það sem hún áður gaf en þegar ég fór að skrifa bókina fór ég að njóta hennar aftur og meira, bara sem unnandi. Ég var heldur aldrei þessi sviðstýpa þótt ég væri í músík, alltaf lafhræddur við að koma fram á tónleikum. Mér hefur alltaf þótt rosalega gaman að skapa og ég held að ég sé nú búinn að finna bestu leiðina til að fá útrás fyrir þá þörf.“ Fyrsta skáldsagan er stór áfangi, hvernig líður þér núna þegar bókin er komin út, ertu kvíðinn? „Nei, ég var dálítið kvíðinn í sumar eftir að ég skilaði handritinu en núna er í mér meiri tilhlökkun, jákvæðir víbrar, eftirvænting og gleði innra með mér. Ég er að vísu ekkert farinn að lesa hana aftur sjálfur þannig að það má vel vera að þarna sé eitthvað sem ég sæi núna að ég hefði getað gert betur. En ég treysti því og heyrist á viðbrögðum að þetta sé ekki al-slæmt, svo ég er bara sáttur.“ Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun að setjast niður og láta á það reyna hvort mér tækist að skrifa skáldsögu,“ segir Orri Harðarson spurður hver kveikjan að fyrstu skáldsögu hans, Stundarfró, hafi verið. „Ég hafði ekki fastmótaðar hugmyndir um framvindu sögunnar þegar ég byrjaði, var meira að leitast við að skapa einhverja stemningu sem mér hugnaðist. Svo var ég bara svo heppinn að persónurnar og atburðarásin komu nokkurn veginn af sjálfu sér.“ Aðalpersónurnar þrjár, skáldið Arinbjörn Hvalfjörð, unglingsstúlkan Dísa og Aðalsteina amma hennar, eiga sér ekki beinar fyrirmyndir að sögn Orra, en hann viðurkennir þó að hið drykkfellda skáld eigi að einhverju leyti rætur í eigin reynslu. „Það eru örugglega þó nokkur prósent af þeim karakter sótt beint í mig sjálfan en reyndar er eitthvað af mér í öllum þessum karakterum. Þegar þessar persónur voru að mótast sótti ég bæði inn á við og í fólk sem maður hefur þekkt.“Stjörnustjarfur unglingur Spurður hvort það sé ekki glæfraspil fyrir miðaldra karl að gera átján ára stúlku að einni aðalpersónunni kemur Orri af fjöllum. „Ha? Er það? Dísa er í mínum huga nánast óður til minna bestu vinkvenna á þeim tíma sem við vorum unglingar seint á níunda áratugnum. Ég get alveg gengist við því að auðvitað þekki ég skáldið best af þessum persónum, en hins vegar held ég miklu meira með stelpunni og ömmu hennar. Í þessari bók eru þó engar hetjur. Við erum öll breysk og drögnumst með okkar djöfla, á því er fremur stigsmunur en eðlismunur hvernig fólk vinnur úr því.“ Sögutími bókarinnar er árið 1989 en þá var Orri sjálfur unglingur. „Þá bjó ég uppi á Akranesi og var rétt byrjaður að kíkja á kúltúrinn í Reykjavík. Það er þess vegna dálítil nostalgía í frásögninni, ég er að lýsa veröld sem var. Þá sá maður þennan listaheim í hillingum og varð stjörnustjarfur ef maður hitti tónlistarmann eða skáld. Það var til dæmis ógleymanlegt að hitta Steinar Sigurjónsson í biðskýli Akraborgarinnar eða Dag Sigurðarson í strætóskýli. Það var eins og skáldin væru alltaf leitandi skjóls í einhverjum skýlum á þessum tíma.“Undirleikur við eldhússtemningar Sögusviðið er Akureyri, þar sem Orri býr í dag, og hann segir það hafa verið auðvelt að teikna upp bæjarbraginn. „Ég var á Akureyri sumarlangt 1987 og teikna það samfélag upp eins og það lifir í minninu. Tímarnir voru svo allt aðrir þá. Fólk var til dæmis ennþá að hlusta á plötur.“ Tónlistin sem persónurnar hlusta á og tengja við er einn af rauðu þráðum bókarinnar, kom aldrei annað til greina? „Tónlistin hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi mínu og ég var orðinn dálítið háður henni þegar ég var að skrifa, þurfti að setja ákveðna músík á fóninn til að komast í gang og svo læddust að mér tónlist og textabrot sem fléttuðust inn í söguna. Bæði eru það plötur sem persónurnar hlusta á, Smiths, Cure og Leonard Cohen til dæmis, og eins lög og stemning af Rás 1 sem voru undirleikur við allar eldhússtemningar æsku minnar.“Þekking og samkennd Eitt sterkasta aflið í Stundarfró er alkóhólismi skáldsins, sem Orri vill reyndar frekar kalla ofneyslu, það afl þekkir hann vel úr eigin fortíð þótt hann hafi snúið af þeirri braut fyrir sjö árum. „Það var langt tímabil í mínu lífi, sirka fimmtán ár, þar sem ég drakk mjög mikið og illa og kynntist þá mjög mörgum í svipuðum eða verri málum en ég var í. Þannig að ég hef bæði þekkingu á ástandinu og samkennd með fólki sem er á þessum stað í lífinu og það hjálpaði mér auðvitað þegar ég var að skapa þessa persónu og aðstæður hennar. Ég er hins vegar kominn ansi langt frá þessu lífi, er heimavinnandi heimilisfaðir með tvær ungar dætur og yndislega konu í dag og lífið er eins og best verður á kosið.“Ekki þessi sviðstýpa Orri er tónlistarmaður og hefur lengi starfað á því sviði, eru skriftirnar búnar að stela honum frá tónlistinni eða var það alltaf draumurinn að fara að skrifa? „Ég er voða mikið að klóra mér í hausnum yfir þeirri spurningu núna, en ég man ekki til þess. Ég var hins vegar ekki búinn að skrifa lengi þegar mig fór að gruna að ég hefði sennilega alltaf átt að vera að þessu. Skriftabransinn hentar mér mun betur en tónlistarbransinn. Ég var líka orðinn dálítið þreyttur á því öllu saman, tónlistin var hætt að gefa mér það sem hún áður gaf en þegar ég fór að skrifa bókina fór ég að njóta hennar aftur og meira, bara sem unnandi. Ég var heldur aldrei þessi sviðstýpa þótt ég væri í músík, alltaf lafhræddur við að koma fram á tónleikum. Mér hefur alltaf þótt rosalega gaman að skapa og ég held að ég sé nú búinn að finna bestu leiðina til að fá útrás fyrir þá þörf.“ Fyrsta skáldsagan er stór áfangi, hvernig líður þér núna þegar bókin er komin út, ertu kvíðinn? „Nei, ég var dálítið kvíðinn í sumar eftir að ég skilaði handritinu en núna er í mér meiri tilhlökkun, jákvæðir víbrar, eftirvænting og gleði innra með mér. Ég er að vísu ekkert farinn að lesa hana aftur sjálfur þannig að það má vel vera að þarna sé eitthvað sem ég sæi núna að ég hefði getað gert betur. En ég treysti því og heyrist á viðbrögðum að þetta sé ekki al-slæmt, svo ég er bara sáttur.“
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira