"Felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2014 20:55 Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína. vísir/ernir „Tvö virðisaukaskattsþrep verða.. tvö virðisaukaskattsþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld og gagnrýndi þar með nýtt fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í gær. Í frumvarpinu er meðal annars áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þó kemur fram í frumvarpinu sjálfu að lægra þrep hækki í ellefu prósent en er það villa í frumvarpinu sem verður lagfærð. „Hver veit nema ástæða þess að virðisaukaskattsþrepið er 12% í glærukynningu ráðherrans en 11% í frumvarpinu sjálfu sé sú að það er búið ákveða málamiðlunina milli stjórnarflokkanna og semja leikritið sem á að leika fyrir forviða Íslendinga fram í nóvember? Ég bíð spennt,“ sagði Katrín. Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig og samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið þýðir það að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.240 krónur á ári. Sagði hún þessa hækkun á matarskatti vekja furðu. „Meðal ýmissa tíðinda fjárlagafrumvarpsins er hækkun á matarskatti. Hæstvirtur forsætisráðherra kallaði slíka hækkun „aðför að lágtekjufólki“ árið 2011. Núna leggur hæstvirtur fjármálaráðherra þetta til, væntanlega með stuðningi hæstvirts forsætisráðherra. Þannig að nú er aðförin kannski ekki lengur aðför en kannski skýrist þetta meðan við fylgjumst með merku leikriti stjórnarflokkanna þar sem þeir togast á um áformin.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30 Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00 Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30 "Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira
„Tvö virðisaukaskattsþrep verða.. tvö virðisaukaskattsþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld og gagnrýndi þar með nýtt fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í gær. Í frumvarpinu er meðal annars áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári. Þó kemur fram í frumvarpinu sjálfu að lægra þrep hækki í ellefu prósent en er það villa í frumvarpinu sem verður lagfærð. „Hver veit nema ástæða þess að virðisaukaskattsþrepið er 12% í glærukynningu ráðherrans en 11% í frumvarpinu sjálfu sé sú að það er búið ákveða málamiðlunina milli stjórnarflokkanna og semja leikritið sem á að leika fyrir forviða Íslendinga fram í nóvember? Ég bíð spennt,“ sagði Katrín. Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig og samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið þýðir það að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 42.240 krónur á ári. Sagði hún þessa hækkun á matarskatti vekja furðu. „Meðal ýmissa tíðinda fjárlagafrumvarpsins er hækkun á matarskatti. Hæstvirtur forsætisráðherra kallaði slíka hækkun „aðför að lágtekjufólki“ árið 2011. Núna leggur hæstvirtur fjármálaráðherra þetta til, væntanlega með stuðningi hæstvirts forsætisráðherra. Þannig að nú er aðförin kannski ekki lengur aðför en kannski skýrist þetta meðan við fylgjumst með merku leikriti stjórnarflokkanna þar sem þeir togast á um áformin.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30 Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00 Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30 "Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00 Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Sjá meira
Bein útsending frá stefnuræðu forsætisráðherra Vísir er með beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra og umræðu um hana. 10. september 2014 19:30
Forystufólk í beinni í Íslandi í dag Formenn og forystufólk allra flokka ræddu helstu átakalínur fjárlagafrumvarpsins í beinni frá Alþingi. 10. september 2014 20:00
Dólgafrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina lækka skatta og gjöld á þá sem best standa í þjóðfélaginu á meðan matarskattar hækka. 10. september 2014 20:30
"Ríkisstjórn ríka fólksins“ "Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ 10. september 2014 20:00
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15