Lífið

Kotrusnillingar takast á

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jorge Fonseca hefur reynst sigursæll á mótinu undanfarin ár.
Jorge Fonseca hefur reynst sigursæll á mótinu undanfarin ár.
Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í koetru í dag. Fimm keppendur hafa þegar tryggt sér sæti í tólf manna úrslitum en aðrir berjast um sjö laus sæti. Ekki þarf að skrá sig til leiks en keppni í dag hefst á Café Atlanta í Hlíðarsmára 3 í Kópavogi klukkan 18.

Í undankeppninni verða leikirnir upp í 5 og er spilað með „Triple elimination" fyrirkomulagi. það þýðir að þegar keppandi hefur tapað þrisvar þá dettur hann út og þeir sjö sem standa eftir komast áfram. Fimmtudaginn 11. september fara svo fram 12 manna úrslit.

Dregið verður í tvo sex manna riðla og spilaðir leikir upp í 9. Þar munu fjórir efstu úr hvorum riðli komast áfram í 8 manna úrslit sem spiluð verða laugardaginn 13. september. Íslandmeistari verður krýndur í lok móts. Íslandsmeistari kvenna verður krýnd, sem og Íslandsmeistari ungmenna 20 ára og yngri. Sá keppandi sem nær lengst í mótinu hlýtur þessi verðlaun. Íslandsmeistari getur sá orðið sem hefur íslenskan ríkisborgararétt.

Íslandsmeistarinn fer á Nordic Open í Kaupmannahöfn um páskana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×