Klinkið: Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2014 10:59 Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“ Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“
Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira