Fjölbreyttara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 10. september 2014 10:05 Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun