Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Haraldur Guðmundsson skrifar 10. september 2014 11:30 Gagnaverið er reist á Fitjum í Reykjanesbæ en byggingu þess lauk í maí. Vísir/GVA Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“ Rafmyntir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“
Rafmyntir Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira