Enski boltinn

Glæsimark Gylfa tryggði Tottenham sigurinn | Myndband

Tottenham lagði Southampton 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi Sigurðsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en Southampton komst í 2-0 í leiknum.

Jay Rodriguez kom Southampton yfir á 19. mínútu og níu mínútum síðar bætti Adam Lallana við marki.

Eriksen minnkaði muninn á 31. mínútu og staðan í hálfleik 2-1.

Gylfi Sigurðsson kom inn á sem varamaður í hálfleik. Gylfi var settur í sína uppáhaldsstöðu, inni á miðri miðjunni og náði sér vel á strik.

Hann vann boltann og sendi á Soldado sem lagði í kjölfarið upp jöfnunarmark Eriksen strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks.

Það var svo í uppbótartíma sem Gylfi skoraði sigurmarkið með góðu skoti rétt utan vítateigs.

Tottenham lyfti sér með sigrinum upp fyrir Everton í 5. sæti deildarinnar með 56 stig. Southampton er í 9. sæti með 45 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×