Erlent

Hafa náð að hefta útbreiðslu ebólaveirunnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Francois Fall, utanríkisráðherra Gíneu.
Francois Fall, utanríkisráðherra Gíneu. vísir/afp
Heilbrigðisyfirvöld í Gíneu hafa náð að hefta útbreiðslu ebóla veirunnar sem hefur orðið yfir hundrað manns að bana þar í landi. Utanríkisráðherra Gíneu, Francois Fall, greindi frá þessu í dag.

Falls sagði að yfirvöld í Gíneu hefðu fengið góða aðstoð frá alþjóðasamfélaginu við að hefta útbreiðslu veirunnar, sem er ein sú banvænasta.

Alls hafa 157 greinst með veiruna í Gíneu og 101 látist.

Gripið var til viðamikilla aðgerða þannig að allir þeir sem komu til landsins, eða fóru þaðan, þurftu að sæta rannsókn til að kanna hvort sá hinn sami bæri veiruna.

Í nágrannaríkinu, Líberíu, hefur 21 greinst með veiruna, þar af tíu látist.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×