Innlent

Vill vita hæfniskröfur til sendiherra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Guðmundur spyr um sendiherra.
Guðmundur spyr um sendiherra. Vísir / Daníel
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, vill vita hvaða faglegu kröfur liggi til grundvallar skipun sendiherra. Þetta er meðal spurninga sem hann hefur lagt fyrir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra.

Hann spyr einnig um hvernig faglegu mati á hæfi manna er háttað við skipun í embætti og hvernig ferlið við skipunina er.

Umræða um sendiherraskipanir fór hátt fyrri á árinu þegar greint var frá skipan Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar í sendiherrastöður. Geir, sem er fyrrverandi forsætisráðherra, verður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en ekki liggur fyrir hvert Árni Þór fer. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×