Innlent

Þjálfa íslenskt ebóluteymi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigríður Ingibjörg segir að Norðurlöndin séu skuldbundin til að aðstoða hvoru öðru ef á reynir.
Sigríður Ingibjörg segir að Norðurlöndin séu skuldbundin til að aðstoða hvoru öðru ef á reynir. Vísir / Vilhelm
Unnið er að því að þjálfa sérstakt teymi heilbrigðisstarfsmanna til að takast á við möguleg ebólusmit hér á landi. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar Alþingis með sóttvarnarlækni, yfirlækni sýkingavarna á Landspítala og framkvæmdastjóra lækninga og hjúkrunar á spítalanum í morgun.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, sagði frá fundinum í umræðum á Alþingi í dag. Á fundinum kom fram að Ísland sé ekki tilbúið með aðstöðu til að taka á móti ebólusmituðum einstaklingi.

„Ísland á ekki sambærilegar einangrunarstöðvar á sínu sjúkrahúsi og hin norðurlöndin en það er ein deild sjúkrahússins, sem jafnframt er sú deild lyflækningasviðs þar sem mesta álagði er, sem hægt er með ákveðnum tæknilegum breytingum að nota,“ sagði Sigríður Ingibjörg.

Hún sagði að í gildi væri samkomulag á milli Norðurlanda þar sem ríkin skuldbinda sig til að aðstoða hvert annað við sjúkraflutninga og innlagnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×