Menning

Septett í Es-dúr á háskólatónleikum

Septettinn skipa Arngunnur Árnadóttir, Jósef Ognibene, Michael Kaulartz, Nicola Lolli, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Júlía Mogensen og Richard Korn.
Septettinn skipa Arngunnur Árnadóttir, Jósef Ognibene, Michael Kaulartz, Nicola Lolli, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Júlía Mogensen og Richard Korn.
Á háskólatónleikum í dag flytja sjö hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands Septett í Es-dúr op. 20 eftir Ludwig van Beethoven. Septettinn skipa Arngunnur Árnadóttir á klarínettu, Jósef Ognibene á horn, Michael Kaulartz á fagott, Nicola Lolli á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Júlía Mogensen á selló og Richard Korn á kontrabassa.



Beethoven samdi Septett í Es-dúr op. 20 árið 1800 og tileinkaði verkið Maríu Theresu, keisaraynju af Austurríki. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 og fara fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×