Kúlan situr enn föst í Panda Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 20:37 Pandi er þungt haldinn. MYND/VÍFILL „Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
„Hann Pandi okkar er einn yndislegasti kisi sem ég veit um, finnst ógurlega gaman að leika við þá sem hann þekkir og á það til að fara í algert kelistuð. Þá er ekkert annað í stöðunni en að klappa honum, enda stór og sterkur strákur.“ Svona lýsir Vífill Garðarsson ketti sínum, Panda, sem liggur nú milli heims og helju eftir að skotið var á hann með krafmiklum loftriffli við Kársnes í Kópavogi á sunnudag. Það var nágranni Vífils sem kom að Panda í bílskúrnum sínum en þangað leggur kötturinn oft leið sína. Í þetta skiptið hljóp hann þó ekki á móti Vífli þegar hann kom að vitja hans. „Hann lá bara kjurr þannig að ég þurfti að taka hann upp og halda á honum heim. Ég lagði hann frá mér og þá gat hann ekki staðið í lappirnar. Þá var bara að bruna með hann á dýraspítalann.“ Þegar þangað var komið var Pandi skoðaður og í fyrstu hélt læknirinn að keyrt hafi verið á hann. Röntgen myndataka leiddi þó annað í ljós. Í miðju brjóstholi hans var loftbyssukúlan, undir hjartanu og á milli lungna Panda. Hún situr þar enn, fjórum dögum síðar, því talið er að ekki sé hægt að fjarlægja hana án þess að Pandi hljóti mikinn skaða af. Frá því að skotið var á hann hefur Pandi ekkert lagt sér til munns og hefur hann horast mikið að sögn Vífils. „Hann borðaði eitthvað smávægilegt hjá dýralækninum en annars hefur hann verið algjörlega lystarlaus. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum,“ segir hann og bætir við að ef hann hefur ekki tekið við sér á föstudaginn verði honum leyft að fara. Sá er skaut á Panda er enn ófundinn en Vífill deildi mynd af honum sem áminning til allra þeirra sem gera sér leik að því að vinna dýrum mein. „Þetta hefur ekki verið neitt leikfang. Ég meina, kúlan situr enn í honum og hún þurfti að smjúga í gegnum heilan helling. Þetta hefur verið alvöru loftrifill sem notaður hefur verið á Panda.“ Vífill biðlar til allra þeirra sem kunna eitthvað að vita um málið, eða kunna að koma að svipuðum tilfellum í framtíðinni, að hafa samband við lögregluna Færslu hans má sjá hér að neðan en á annað hundrað dýravina hafa nú þegar deilt henni. Post by Vífill Garðarsson.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira