Hamingjan fólgin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 14:12 Gunnar Smári leggur meðal annars til að forsetaembættið verði lagt niður, fylkisstjóri verði við völd hér á landi og íslenski fáninn verði að fylkisfána. Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira