Erlent

Sex særðust í skotárás í aðdraganda kosninga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stjórnarandstæðingur miðar skammbyssu á stuðningsmenn í dag.
Stjórnarandstæðingur miðar skammbyssu á stuðningsmenn í dag. vísir/afp
Að minnsta kosti sex manns særðust í skotárás í Bangkok, höfuðborg Taílands, í dag.

Allt fór í bál og brand á milli stuðningsmanna og andstæðinga forsætisráðherrans Yingluck Shinawatra en þingkosningar eru í landinu á morgun.

Átökin hófust fyrir utan byggingu þar sem atkvæðaseðlar eru geymdir en mótmælendur stóðu vörð um húsið til að reyna að koma í veg fyrir dreifingu seðlanna.

Karlmaður er sagður hafa hlotið alvarlega áverka á hálsi í átökunum en ekki er vitað hvort stuðningsmenn eða andstæðingar forsætisráðherrans hófu skothríðina.

Yingluck er talin eiga sigur nokkuð vísan og getur því eftir sem áður stuðst við meirihluta á þingi, en andstæðingar hennar munu áfram krefjast þess að hún segi af sér.

Stjórnarandstaðan telur kosningarnar tilgangslausar, hyggst ekki mæta á kjörstað og ætlar að trufla framkvæmd þeirra eftir megni.

Hlúð að karlmanni sem fékk skot í bringuna í átökunum.vísir/afp

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×