Erlent

Heimurinn séður úr hjálmi Baumgartner

Jóhannes Stefánsson skrifar
Felix Baumgartner stökk úr tæplega 40 kílómetra hæð og lenti heilu og höldnu á jörðu niðri.
Felix Baumgartner stökk úr tæplega 40 kílómetra hæð og lenti heilu og höldnu á jörðu niðri. Skjáskot
Myndskeið úr hjálmi austurríska ofurhugsans Felix Baumgartner hefur nú verið sett á netið, þar sem hann sést stökkva úr tæplega 40 kílómetra hæð. Stökkið átti sér stað árið 2012 og er til marks um ótrúlegar tækniframfarir. Baumgartner náði að brjóta hljóðmúrinn vegna þess hversu þunnt andrúmsloftið er í þessari hæð.

Í myndskeiðinu mótar mjög greinilega fyrir kúlulaga jörðinni og mörkum lofthjúps jarðar og geimsins. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×