Erlent

Skóli brann til grunna í Sveio

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mikið hefur verið af eldum í Noregi seinustu daga. Þessi mynd er úr Þrándalögum.
Mikið hefur verið af eldum í Noregi seinustu daga. Þessi mynd er úr Þrándalögum. Vísir/AFP
Rýma þurfti 20 íbúðarhús í bænum Sveio, skammt norðan við Haugasund í Noregi í morgun vegna elds. Eldurinn kom upp í skóla í bænum og ekkert bendir til þess að slys hafi orðið á fólki.

Slökkviliðið í bænum fékk tilkynningu um eldinn klukkan hálf sex í morgun. Vegna veðurs var ekkert hægt að ráða við eldinn og skólinn brann því til grunna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×