Lífið

Dagskráin fyrir Secret Solstice klár: 150 manns að störfum í Laugardalnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fullt af starfsfólki er að störfum í dalnum.
Fullt af starfsfólki er að störfum í dalnum. vísir
Í kringum 150 manns vinna nú að uppsetningu hátíðarsvæðisins fyrir Secret Solstice-hátíðina og gera það skrúðbúið fyrir helgina.

Sú tala mun fara ört stækkandi næstu daga þar sem ljóst er að mikil vinna er fyrir höndum.

Ekki þurfa hátíðargestir að hafa áhyggjur af því að svelta á hátíðinni þar sem að veitingar að allra skapi verða seldar hvaðanæva um hátíðarsvæðið í þar til gerðum vögnum.

Þeir veitingastaðir sem þegar hafa bókað sig eru til dæmis Prikið, Súpuvagninn, Domino’s, Lobster Hut, Hamborgarafabrikkan, Lemon, Kaffitár, Valdís, Hafið, Vöffluvagninn, Kigali Snacks og SS Pylsur.

Dagskráin er komin inn á heimasíðu Secret Solstice. Síðustu forvöð að tryggja sér miða eru á næstu klukkustundum þar sem nánast uppselt er á hátíðina.

Allt að gerast.
Í tilkynningu frá hátíðarhöldurum kemur fram að Spútnik verði með sölubása á svæðinu til þess að sjá um að allir verði í sinni fínustu götutísku. Hátíðararmböndin gilda þó ekki einungis inn á hátíðarsvæðið heldur verður hægt að nýta þau til góðra afslátta víðsvegar um Reykjavík:

Kopar - 15% af mat

Geysir bistro - 10% af mat og drykk

Grillhúsið - 10% af mat og drykk

American Bar - 15% af drykk

KEX - 10% af mat

Hverfisgata 12 - 10% af mat

Public House - 15% af mat og drykk

Aðstandendur hátíðarinnar hvetja alla gesti til þess að sækja armböndin sín á fimmtudeginum til þess að forðast raðir. Hægt verður að sækja þau frá klukkan 14:00 til 22:00 við inngang svæðisins.

Hátíðarhliðin opna klukkan 12:00 á föstudaginn.

Laugardalurinn breytist í skemmtistað um helgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×