„Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 13:56 Úr verkinu Mánasteinn í uppsetningu tékkneska leikhússins. Studio Hrdinu Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið. Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Í umfjöllun slóvakska miðilsins Spectator kemur fram að nýskipaður þjóðleikhússtjóri Zuzana Ťapáková hafi neitað að skrifa undir samstarfssamning við tékkneska leikhúsið Studio Hrdinu á ögurstundu. Stjórnandi hátíðarinnar segir þá ekkert annað í stöðunni en að hætta við sýninguna. Fram kemur að Zuzana hafi borið það fyrir sig að of seint væri að skrifa undir samninginn. Leikhúsið skipuleggi viðburði hálfu ári, ári jafnvel tveimur árum fyrir fram. Spectator hefur eftir öðrum stjórnanda innan leikhússins að það hafi þvert á móti verið nægur tími til stefnu, meira en fjórar vikur fyrir uppsetningu leikrits væri meira en nægur tími. Bókin eftir Sjón heitir Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til. Hún kom út árið 2013 og gerist árið 1918. Aðalpersóna bókarinnar er samkynhneigði drengurinn Máni Steinn sem býr í Reykjavík þegar spænska veikin nemur land. Segir ákvörðunina byggða á fordómum Þess er getið í umfjölluninni að þjóðleikhússtjórinn hafi verið skipaður í starfið í lok ágúst síðastliðnum af umdeildum menntamálaráðherra Martina Šimkovičová. Ráðherrann hafi látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um hinsegin fólk. „Ég persónulega lít á þetta sem ritskoðun, þetta virðast vera fordómar og það sem verra er að þetta er alþjóðlegur skandall,“ segir stjórnandi hátíðarinnar Róbert Pakan. „Þetta er móðgun gegn Íslandi, enda er verkið byggt á texta íslenska skáldsins og rithöfundarins Sjón sem hefur samið fyrir listafólk eins og Björk.“ Miðillinn hefur eftir Jan Horák stjórnanda tékkneska leikhússins að það væri alveg ljóst að samkynhneigð hafi orðið til þess að verkið verði ekki sýnt á hátíðinni. Hann segir að sér finnist það skjóta skökku við, raunar vera galið.
Menning Slóvakía Hinsegin Leikhús Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira