Lífið

Gutti fundinn: "Drakk of mikið, lenti í slagsmálum og liggur núna heima hjá sér með timburmenn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll er ánægður með að vera kominn með Gutta.
Páll er ánægður með að vera kominn með Gutta.
„Gutti er kominn heim. Skellti sér á djammið á föstudagskvöld niðrí miðbæ, drakk of mikið, lenti í slagsmálum og liggur núna heima hjá sér með timburmenn,“ segir söngvarinn Páll Óskar sem lýsti eftir kettinum sínum á gær. Hann hvarf á föstudaginn.

Sjá einnig: Páll Óskar lýsir eftir Gutta

„Ekki í fyrsta sinn. Gutti krassaði afmælisboðið mitt 16. mars 2004. Mætti óboðinn í afmælið, hertók íbúðina og ég hef bara greitt honum mánaðarlega húsaleigu síðan. Fyrir þann tíma var hann góðkunningi Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, sem var sífellt að bösta hann á djamminu niðrí miðbæ. Hann var t.d handtekinn í Tóbaksbúðinni Björk, Rammagerðinni, Sólon, Prikinu og Háskólabíói áður en hann flutti inn til stærstu poppstjörnu Íslands, því annað var honum ekki boðlegt.“

Páll segir að Gutti sé svakalega hress með að hafa verið fyrsta frétt gærdagsins netmiðlum landsins.

„Jafnframt vill hann þakka öllum á Facebook sem deildu neyðarkalli eigandans. Gutti biður alla hlutaðeigandi að athuga bílskúrana, þvottahúsin og geymslurnar hjá sér - því ákkurat núna eru margar kisur þarna úti á djamminu (það er komið sumar) og þær gætu lokast inni óvart þegar leikar standa sem hæst. Engin kisa á skilið að vera týnd eða hrædd. Tékkið á þeim. Stuðkveðjur, Gutti og Palli.“

Gutti er kominn heim. Skellti sér á djammið á föstudagskvöld niðrí miðbæ, drakk of mikið, lenti í slagsmálum og liggur n...

Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on 16. júní 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×