Menning

Ljúfir tónar, te og kaffi í Salnum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hörpuleikarinn Elísabet Waage er í Kársnestríóinu sem kemur fram í Salnum.
Hörpuleikarinn Elísabet Waage er í Kársnestríóinu sem kemur fram í Salnum.
„Mildir og ljúfir tónar Kársnestríósins munu leiða okkur inn í nýja árið,“ segir í fréttatilkynningu frá Salnum í Kópavogi. Þar er vísað til hádegistónleika sem eru á dagskránni þar í dag, miðvikudag, og hefjast klukkan 12.15.

Tríóið skipa þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Á efnisskránni eru verkin Dans góðu andanna úr óperunni Orfeus og Evridís eftir Christoph Willibald Gluck og Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu sem hóf göngu sína haustið 2012 í Salnum undir listrænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur. Þeir standa yfir í hálftíma. Áður en þeir hefjast er tónleikagestum boðið upp á kaffi og te til að ylja sér á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×