Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 10:45 Líf hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið við Vísi og vísað á Sóleyju sem ekki hefur látið ná í sig. Vísir/GVA Nokkuð er síðan Sóley Tómasdóttir upplýsti valda aðila um plan sitt að taka sjálf við sem formaður mannréttindaráðs borgarinnar og ýta þar með flokksystur sinni, Líf Magneudóttur, til hliðar. Fjölmargir vissu af planinu áður en það barst til eyrna Lífar. Vísir greindi frá plani Sóleyjar síðdegis í gær sem var svo staðfest með kosningu á borgarstjórnarfundi um níuleytið. Sex borgarfulltrúar sátu hjá við kosninguna en allajafna greiða fulltrúar annarra flokka atkvæði með breytingum innan annarra flokka.Annað dæmi sem vakti athygli þar sem fulltrúar annarra flokka tóku vissa afstöðu til breytinga innan eins flokks var við skipun Gústafs Níelssonar í mannréttindaráð í upphafi árs. Skipunin olli miklum deilum eins og frægt er orðið og var dregin til baka. Líf Magneudóttir, varaformaður skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og fráfarandi formaður mannréttindaráðs.Líf hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið við Vísi og vísað á Sóleyju sem ekki hefur látið ná í sig. Þessa stundina er hún á leiðinni á loftlagsráðstefnuna í París. Samkvæmt heimildum Vísis hefur hitinn verið svo mikill vegna málsins að lagt hefur verið til að fá vinnusálfræðing til þess að miðla málum. Ekki hefur þó komið til þess enn.Fólk skiptist nokkuð í fylkingar innan borgarstjórnarflokks vinstri grænna og í flokknum almennt. Sóley nýtur stuðnings Svandísar Svavarsdóttur þingflokksformanns sem dæmi. Hins vegar er Eyrún Eyþórsdóttir, varamaður VG í mannréttindaráði, á væng með Líf.Eyjan greinir frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi verið andvíg ákvörðun Sóleyjar og reynt að tala um fyrir henni en án árangurs. Sóley hafi hins vegar sagt flokksfélögum að ákvörðunin væri tekin í samráði við Katrínu og Svandísi. Alþingi Tengdar fréttir Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Nokkuð er síðan Sóley Tómasdóttir upplýsti valda aðila um plan sitt að taka sjálf við sem formaður mannréttindaráðs borgarinnar og ýta þar með flokksystur sinni, Líf Magneudóttur, til hliðar. Fjölmargir vissu af planinu áður en það barst til eyrna Lífar. Vísir greindi frá plani Sóleyjar síðdegis í gær sem var svo staðfest með kosningu á borgarstjórnarfundi um níuleytið. Sex borgarfulltrúar sátu hjá við kosninguna en allajafna greiða fulltrúar annarra flokka atkvæði með breytingum innan annarra flokka.Annað dæmi sem vakti athygli þar sem fulltrúar annarra flokka tóku vissa afstöðu til breytinga innan eins flokks var við skipun Gústafs Níelssonar í mannréttindaráð í upphafi árs. Skipunin olli miklum deilum eins og frægt er orðið og var dregin til baka. Líf Magneudóttir, varaformaður skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og fráfarandi formaður mannréttindaráðs.Líf hefur til þessa ekki viljað tjá sig um málið við Vísi og vísað á Sóleyju sem ekki hefur látið ná í sig. Þessa stundina er hún á leiðinni á loftlagsráðstefnuna í París. Samkvæmt heimildum Vísis hefur hitinn verið svo mikill vegna málsins að lagt hefur verið til að fá vinnusálfræðing til þess að miðla málum. Ekki hefur þó komið til þess enn.Fólk skiptist nokkuð í fylkingar innan borgarstjórnarflokks vinstri grænna og í flokknum almennt. Sóley nýtur stuðnings Svandísar Svavarsdóttur þingflokksformanns sem dæmi. Hins vegar er Eyrún Eyþórsdóttir, varamaður VG í mannréttindaráði, á væng með Líf.Eyjan greinir frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi verið andvíg ákvörðun Sóleyjar og reynt að tala um fyrir henni en án árangurs. Sóley hafi hins vegar sagt flokksfélögum að ákvörðunin væri tekin í samráði við Katrínu og Svandísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11