Almar ætlar sér að vera þar í heila viku og er ástæðan lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.
Þegar Almar fór fyrst inn í kassann á mánudagsmorgun var hann nakinn og ekki með neitt með sér. Núna er kassinn aftur á móti að fyllast af allskonar dóti. Það styttist í það að það verði hreinlega ekki pláss fyrir listamanninn sjálfan.