Huffington Post fjallar um gjörning Almars og er fréttinni lýst sem þeirri skrítnustu í vikunni á miðlinum.
Breski miðillinn Metro fjallar einnig um Almar. Fjölmargar athugasemdir hafa komið inn á Youtube rás hans og koma þær frá öllum heimshornum. Síðan hefur bandaríska síðan Digg einnig fjallað um Almar og verk hans.
Uppfært kl. 16.00.
Daily Mail, Cosmopolitan, Buzz í Austurríki, Pow í Hollandi, Stara í Finnlandi og Marie Claire í Suður-Ameríku eru meðal þeirra miðla sem hafa einnig fjallað um Almar í dag.
Mikil umræða hefur skapast um karlinn í kassanum á Twitter en hann er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.
Twitter-notendur styðjast við kassamerkið #nakinníkassa. Almar er búinn með tvo sólahringa og nú eru fimm eftir.