Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. desember 2015 23:30 Mercedes liðið fagnaði gríðarlega eftir gott tímabil. Vísir/Getty Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð.Sebastian Vettel komst næstum því á pall frá 15. sæti, Fernando Alonso langaði í frí strax og Lewis Hamilton átti engin svör við gengi liðsfélagans, eða hvað? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel þurfti að berjast fyrir fjórða sætinu og var feginn að ná því.Vísir/GettyVettel virkilega viljugur Sebastian Vettel var fámáll eftir tímatökuna á laugardaginn. Ferrari ökumaðurinn datt út í fyrstu lotu, að því er virtist við fyrstu sýn hafði bíllinn misst afl og Vettel látið hann líða hægt inn á þjónustusvæði. Hann var í miðjum klíðum við að tryggja sig áfram í aðra lotu en svo brást bíllinn. Bíllinn reyndist hins vegar í fínu lagi, hann missti raunar ekki afl. Vettel sló bara af og slakaði á og lagði bílnum. James Allison, tæknistjóri Ferrari tók ábyrgð á þessu eftir keppnina og sagðist feginn að Vettel hefði gegnið svona vel að leiðrétta mistökin úr tímatökunni. Misskilningur var um hversu öruggur Vettel var í raun áfram og honum sagt að hann gæti hætt við að setja annan tíma og slegið af til að spara dekkin. Vettel sýndi úr hverju hann er gerður og ók Ferrari fáknum úr 15. sæti á ráslínu í það fjórða. Hann var um tíma annar í keppninni þegar keppnisáætlun hans skaraðist á við áætlanir efstu manna. Vettel kvaðst vongóður um enn betra tímabil á næsta ári. Hann sagði að sú þróun sem hann sæi hjá liðinu heima í Maranello á Ítalíu væri mjög góð og lofaði góðu.Fernando Alonso kemur sér inn á brautina aftur, hann var talinn hafa valdið árekstri við Pastor Maldonado sem batt enda á keppni þess síðarnefnda.Vísir/GettyAlonso alls ekki ánægður McLaren bíllinn hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans þegar tímabilið hófst. Það má segja að eftirvæntingin hafi orðið mikil um leið og ljóst varð að Honda væri að koma aftur í Formúlu 1, til að taka slaginn með McLaren. Alonso líkti vélinni við GP2 vél, sem er flokkurinn fyrir neðan Formúlu 1. Þetta gerði hann í Japan, heimavelli Honda, sem mönnum þótti ekki sniðugt. Í Brasilíu fór hann í eftirminnilegt sólbað á meðan bíllinn hans sat bilaður bak við varnarvegg í tímatökunni. Abú Dabí byrjaði betur en nokkur önnur helgi, Jenson Button varð níundi á fyrri föstudagsæfingunni og svo tólfti í tímatökunni. Alonso hins vegar komst ekki áfram úr fyrstu lotu. Það sprakk dekk á bíl hans þegar hann var á góðri leið með að koma sér í næstu lotu. Alonso lét svo í ljós áhuga sinn á að aka bílnum í keppninni. Snemma í keppninni spurði hann í talstöðinni hvort hann mætti ekki bara leggja bílnum. Í síðustu keppninni er alveg ljóst að engin ástæða er til að spara neitt á bílnum. Ástæðan hefur væntanlega einfaldlega verið sú að hann nennti þessu ekki lengur. Alonso og Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren þverneituðu að hann ætlaði að taka sér frí í eitt ár og koma aftur þegar bíllinn og vélin væru hugsanlega orðin samkeppnishæf. Hann verður í bílnum á næsta ári eins að þeirra sögn. Hins vegar segir mér svo hugur að ef Alonso mætir á vetraræfingu og finnur að framfarirnar eru ekki nægar til að bíllinn verði samkeppnishæfur, verði hann fljótur að rifta samningi sínum við liðið.Hamilton virtist ekki eiga roð í Rosberg um helgina.Vísir/GettyHamilton hissa á hraða Rosberg Lewis Hamilton hefur varla verið hann sjálfur síðan hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Skiptar skoðanir eru hvort hann er hægari eða Rosberg er skyndlega orðinn fljótari. Hamilton sagði sjálfur um helgina að Rosberg væri ekkert orðinn fljótari, það væri han sjálfur sem væri hægari. Hamilton kenndi breytingu í bílnum um og sagði að síðan í Síngapúr hefði jafnvægið verið eitthvað skrýtið og hann hefði ekki fundið sig nógu vel. Rosberg kannaðist hins vegar ekki við neina slíka breytingu og sagði að bíllinn væri óbreyttur. Ljóst er að annar er að ljúga. Hamilton vill kenna bílnum um, hann vill samt líka meina að Rosberg láti pressuna ná til sín þegar heimsmeistaratitillinn er undir. Hugsanlega er því um samspil þess að ræða að Rosberg er létt og Hamilton ekki að finna jafnvægið.Infiniti verður ekki styrktaraðili Red Bull á næsta ári. Nissan gæti tekið stað dótturfélagsins.Vísir/GettyHver mun knýja Red Bull 2016? Mercedes, Ferrari, Renault og Honda hafa öll verið nefnd til sögunnar sem vélaframleiðandinn sem ætlar að sjá Red Bull fyrir vél 2016. Ennþá er óvíst hver það verður. Svo virðist þó sem að Red Bull sé komið hring og endi þar sem það er nú þegar, hjá Renault. Þrátt fyrir að hafa rift samningi við Renault virðist sem vilji til samninga hafi vaknað aftur. FIA setti reglur á tímabilinu sem kveða á um að allir sem nota vélar með sama nafni, til dæmis öll lið með Mercedes vél, skuli vera með sömu vélina um borð. Það þýðir ekki að Mercedes megi ekki setja nýjar vélar í sína eigin bíla á tímabilinu án þess að aðrir fái þær á sama tíma. Það má. Reglan er til að koma í veg fyrir að lið fái ársgamlar vélar frá vélaframleiðanda. Þessi regla kemur líka í veg fyrir hugmyndir Red Bull um að fá vél frá Renault fyrir tímabilið en þróa hana innanhúss hjá sér. Þá væru mismunandi Renault vélar á kreiki, það er bannað. Nýjasta nýtt í þessu er að Red Bull virðist hafa snúið á FIA þrátt fyrir allt. Red Bull gæti fengið Renault til að merkja vélina sem það selur Red Bull sem Nissan vél. Það er sami framkvæmdastjóri yfir Renault og Nissan. Þá gæti Red Bull þróað eigin vél innan sinna raða en keypt vélina eða grunninn að henni frá Renault og allir græða. Allir græða því Red Bull heldur áfram í Formúlu 1, sem liðið vill gera og starfsfólk þess fagnar því. Renault er kannski ekki alveg í skýjunum en tapar ekki þeim 20 milljónum punda sem Red Bull borgar á ári fyrir vélarnar. Hver veit samt hvað gerist? Ljóst er af yfirlýsingu Christian Horner að Red Bull er búið að skrifa undir vélakaupasamning fyrir næsta ár og verður með. Hver mun skaffa liðinu vélar er enn óuppljóstrað en líklegast er að Renault geri það á einn eða annan hátt.Verður algegnara að sjá Ferrari á undan Mercedes á næsta ári en það hefur verið í ár? Hver veit?Vísir/GettyMercedes kvartar yfir Ferrari Mercedes liðið var lengi búið að velta því fyrir sér hvernig staða málsins væri og ákvað um helgina að leita til dómara keppninnar til að fá úr því skorið hvernig reglurnar eru. Málið snýst um það að Ferrari hefur lánað Haas F1 liðinu vindgöngin sín til afnota á milli þess sem liðið sjálft notar þau. Haas F1 er ekki bundið af neinum reglum um hámarks notkunartíma enda ekki orðið Formúlu 1 lið. Það getur því nánast notað vindgöngin til þróunar og breytinga og bætinga allan sólarhringinn. Mercedes vill meina að samstarf Ferrar og Haas F1 sé svo náið að afar ólíklegt sé að Ferrari njóti ekki á einhvern hátt, óbeint góðs af því sem Haas F1 kemst að í göngum ítalska liðsins. Yfirlýsingar Ferrari um gríðarlegar framfaravonir fyrir næsta ár hafa sennilega ekki hjálpað. Dómararnir komust að því að ómögulegt væri að sanna hvort Ferrari hefði upplýsingar frá Haas F1. Þeir ákváðu hins vegar að skýra reglurnar betur út. Nú verður lið sem er verðandi Formúlu 1 lið að fylgja reglum sem gilda um starfsemi slíkra liða og þróunarsamvinna bílasmiða er ekki heimil. Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 29. nóvember 2015 14:33 Rosberg: Ég væri til í að byrja næsta tímabil á morgun Nico Rosberg kom fyrstur í mark í lokakeppni tímabilsins, hann var þar með sína þriðju keppni í röð. Mercedes bætti stigametið í heimsmeistarakeppni bílasmiða, með því að ná fyrsta og öðru sæti í keppni dagsins. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. nóvember 2015 23:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð.Sebastian Vettel komst næstum því á pall frá 15. sæti, Fernando Alonso langaði í frí strax og Lewis Hamilton átti engin svör við gengi liðsfélagans, eða hvað? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel þurfti að berjast fyrir fjórða sætinu og var feginn að ná því.Vísir/GettyVettel virkilega viljugur Sebastian Vettel var fámáll eftir tímatökuna á laugardaginn. Ferrari ökumaðurinn datt út í fyrstu lotu, að því er virtist við fyrstu sýn hafði bíllinn misst afl og Vettel látið hann líða hægt inn á þjónustusvæði. Hann var í miðjum klíðum við að tryggja sig áfram í aðra lotu en svo brást bíllinn. Bíllinn reyndist hins vegar í fínu lagi, hann missti raunar ekki afl. Vettel sló bara af og slakaði á og lagði bílnum. James Allison, tæknistjóri Ferrari tók ábyrgð á þessu eftir keppnina og sagðist feginn að Vettel hefði gegnið svona vel að leiðrétta mistökin úr tímatökunni. Misskilningur var um hversu öruggur Vettel var í raun áfram og honum sagt að hann gæti hætt við að setja annan tíma og slegið af til að spara dekkin. Vettel sýndi úr hverju hann er gerður og ók Ferrari fáknum úr 15. sæti á ráslínu í það fjórða. Hann var um tíma annar í keppninni þegar keppnisáætlun hans skaraðist á við áætlanir efstu manna. Vettel kvaðst vongóður um enn betra tímabil á næsta ári. Hann sagði að sú þróun sem hann sæi hjá liðinu heima í Maranello á Ítalíu væri mjög góð og lofaði góðu.Fernando Alonso kemur sér inn á brautina aftur, hann var talinn hafa valdið árekstri við Pastor Maldonado sem batt enda á keppni þess síðarnefnda.Vísir/GettyAlonso alls ekki ánægður McLaren bíllinn hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans þegar tímabilið hófst. Það má segja að eftirvæntingin hafi orðið mikil um leið og ljóst varð að Honda væri að koma aftur í Formúlu 1, til að taka slaginn með McLaren. Alonso líkti vélinni við GP2 vél, sem er flokkurinn fyrir neðan Formúlu 1. Þetta gerði hann í Japan, heimavelli Honda, sem mönnum þótti ekki sniðugt. Í Brasilíu fór hann í eftirminnilegt sólbað á meðan bíllinn hans sat bilaður bak við varnarvegg í tímatökunni. Abú Dabí byrjaði betur en nokkur önnur helgi, Jenson Button varð níundi á fyrri föstudagsæfingunni og svo tólfti í tímatökunni. Alonso hins vegar komst ekki áfram úr fyrstu lotu. Það sprakk dekk á bíl hans þegar hann var á góðri leið með að koma sér í næstu lotu. Alonso lét svo í ljós áhuga sinn á að aka bílnum í keppninni. Snemma í keppninni spurði hann í talstöðinni hvort hann mætti ekki bara leggja bílnum. Í síðustu keppninni er alveg ljóst að engin ástæða er til að spara neitt á bílnum. Ástæðan hefur væntanlega einfaldlega verið sú að hann nennti þessu ekki lengur. Alonso og Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren þverneituðu að hann ætlaði að taka sér frí í eitt ár og koma aftur þegar bíllinn og vélin væru hugsanlega orðin samkeppnishæf. Hann verður í bílnum á næsta ári eins að þeirra sögn. Hins vegar segir mér svo hugur að ef Alonso mætir á vetraræfingu og finnur að framfarirnar eru ekki nægar til að bíllinn verði samkeppnishæfur, verði hann fljótur að rifta samningi sínum við liðið.Hamilton virtist ekki eiga roð í Rosberg um helgina.Vísir/GettyHamilton hissa á hraða Rosberg Lewis Hamilton hefur varla verið hann sjálfur síðan hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Skiptar skoðanir eru hvort hann er hægari eða Rosberg er skyndlega orðinn fljótari. Hamilton sagði sjálfur um helgina að Rosberg væri ekkert orðinn fljótari, það væri han sjálfur sem væri hægari. Hamilton kenndi breytingu í bílnum um og sagði að síðan í Síngapúr hefði jafnvægið verið eitthvað skrýtið og hann hefði ekki fundið sig nógu vel. Rosberg kannaðist hins vegar ekki við neina slíka breytingu og sagði að bíllinn væri óbreyttur. Ljóst er að annar er að ljúga. Hamilton vill kenna bílnum um, hann vill samt líka meina að Rosberg láti pressuna ná til sín þegar heimsmeistaratitillinn er undir. Hugsanlega er því um samspil þess að ræða að Rosberg er létt og Hamilton ekki að finna jafnvægið.Infiniti verður ekki styrktaraðili Red Bull á næsta ári. Nissan gæti tekið stað dótturfélagsins.Vísir/GettyHver mun knýja Red Bull 2016? Mercedes, Ferrari, Renault og Honda hafa öll verið nefnd til sögunnar sem vélaframleiðandinn sem ætlar að sjá Red Bull fyrir vél 2016. Ennþá er óvíst hver það verður. Svo virðist þó sem að Red Bull sé komið hring og endi þar sem það er nú þegar, hjá Renault. Þrátt fyrir að hafa rift samningi við Renault virðist sem vilji til samninga hafi vaknað aftur. FIA setti reglur á tímabilinu sem kveða á um að allir sem nota vélar með sama nafni, til dæmis öll lið með Mercedes vél, skuli vera með sömu vélina um borð. Það þýðir ekki að Mercedes megi ekki setja nýjar vélar í sína eigin bíla á tímabilinu án þess að aðrir fái þær á sama tíma. Það má. Reglan er til að koma í veg fyrir að lið fái ársgamlar vélar frá vélaframleiðanda. Þessi regla kemur líka í veg fyrir hugmyndir Red Bull um að fá vél frá Renault fyrir tímabilið en þróa hana innanhúss hjá sér. Þá væru mismunandi Renault vélar á kreiki, það er bannað. Nýjasta nýtt í þessu er að Red Bull virðist hafa snúið á FIA þrátt fyrir allt. Red Bull gæti fengið Renault til að merkja vélina sem það selur Red Bull sem Nissan vél. Það er sami framkvæmdastjóri yfir Renault og Nissan. Þá gæti Red Bull þróað eigin vél innan sinna raða en keypt vélina eða grunninn að henni frá Renault og allir græða. Allir græða því Red Bull heldur áfram í Formúlu 1, sem liðið vill gera og starfsfólk þess fagnar því. Renault er kannski ekki alveg í skýjunum en tapar ekki þeim 20 milljónum punda sem Red Bull borgar á ári fyrir vélarnar. Hver veit samt hvað gerist? Ljóst er af yfirlýsingu Christian Horner að Red Bull er búið að skrifa undir vélakaupasamning fyrir næsta ár og verður með. Hver mun skaffa liðinu vélar er enn óuppljóstrað en líklegast er að Renault geri það á einn eða annan hátt.Verður algegnara að sjá Ferrari á undan Mercedes á næsta ári en það hefur verið í ár? Hver veit?Vísir/GettyMercedes kvartar yfir Ferrari Mercedes liðið var lengi búið að velta því fyrir sér hvernig staða málsins væri og ákvað um helgina að leita til dómara keppninnar til að fá úr því skorið hvernig reglurnar eru. Málið snýst um það að Ferrari hefur lánað Haas F1 liðinu vindgöngin sín til afnota á milli þess sem liðið sjálft notar þau. Haas F1 er ekki bundið af neinum reglum um hámarks notkunartíma enda ekki orðið Formúlu 1 lið. Það getur því nánast notað vindgöngin til þróunar og breytinga og bætinga allan sólarhringinn. Mercedes vill meina að samstarf Ferrar og Haas F1 sé svo náið að afar ólíklegt sé að Ferrari njóti ekki á einhvern hátt, óbeint góðs af því sem Haas F1 kemst að í göngum ítalska liðsins. Yfirlýsingar Ferrari um gríðarlegar framfaravonir fyrir næsta ár hafa sennilega ekki hjálpað. Dómararnir komust að því að ómögulegt væri að sanna hvort Ferrari hefði upplýsingar frá Haas F1. Þeir ákváðu hins vegar að skýra reglurnar betur út. Nú verður lið sem er verðandi Formúlu 1 lið að fylgja reglum sem gilda um starfsemi slíkra liða og þróunarsamvinna bílasmiða er ekki heimil.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 29. nóvember 2015 14:33 Rosberg: Ég væri til í að byrja næsta tímabil á morgun Nico Rosberg kom fyrstur í mark í lokakeppni tímabilsins, hann var þar með sína þriðju keppni í röð. Mercedes bætti stigametið í heimsmeistarakeppni bílasmiða, með því að ná fyrsta og öðru sæti í keppni dagsins. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. nóvember 2015 23:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30
Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30
Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07
Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. 29. nóvember 2015 14:33
Rosberg: Ég væri til í að byrja næsta tímabil á morgun Nico Rosberg kom fyrstur í mark í lokakeppni tímabilsins, hann var þar með sína þriðju keppni í röð. Mercedes bætti stigametið í heimsmeistarakeppni bílasmiða, með því að ná fyrsta og öðru sæti í keppni dagsins. Hver sagði hvað eftir keppnina? 29. nóvember 2015 23:15