Menning

Tvennir bræður tilnefndir

Jakob Bjarnar skrifar
Einstaklega spenanndi verður að sjá hver þessara fínu og virtu höfunda hreppa verðlaunin en þau fá öll gullmiða á bækur sínar og munar um minna í jólabókaflóði.
Einstaklega spenanndi verður að sjá hver þessara fínu og virtu höfunda hreppa verðlaunin en þau fá öll gullmiða á bækur sínar og munar um minna í jólabókaflóði. vísir/stefán
Nú rétt í þessu var verið að tilkynna um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. Þetta var við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.

Svo einstaklega skemmtilega vill til að tvennir bræðrum hljóta nú tilnefningu: Hallgrímur og Gunnar Helgasynir í flokki fagurbókmennta og barna og ungmennabóka sem og þeir Hermann og Jón Hallur Stefánssynir, Hermann í flokki fagurbókmennta en Jón Hallur er tilnefndur til þýðingarverðlauna.

Auk tilnefninganna voru kynntar fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 verða svo afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári, af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvern verðlaunahafa.

Bækur tilnefndar í flokki fagurbókmennta

Auður Jónsdóttir

Stóri skjálfti

Útgefandi: Mál og menning

Einar Már Guðmundsson

Hundadagar

Útgefandi: Mál og menning

Hallgrímur Helgason

Sjóveikur í München

Útgefandi: JPV útgáfa

Hermann Stefánsson

Leiðin út í heim

Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur    

Jón Kalman Stefánsson

Eitthvað á stærð við alheiminn

Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu: Erna Guðrún Árnadóttir formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Knútur Hafsteinsson



Höfundar tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka, frá hægri: Þórdís Gísladóttir, Hildur Knútsdóttir, Gunnar Helgason, Gunnar Theodór Eggertsson og Arnar Már Arngrímsson.vísir/stefán
Bækur tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka

Arnar Már Arngrímsson

Sölvasaga unglings

Útgefandi: Sögur útgáfa

Gunnar Theodór Eggertsson

Drauga-Dísa

Útgefandi: Vaka Helgafell

Gunnar Helgason

Mamma klikk!

Útgefandi: Mál og menning

Hildur Knútsdóttir

Vetrarfrí

Útgefandi: JPV útgáfa

Þórdís Gísladóttir

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu: Hildigunnur Sverrisdóttir formaður nefndar, Árni Árnason og Sigurjón Kjartansson.

Þetta eru höfundarnir sem tilnefndir eru í flokki fræðibóka; vígalegur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í verk sín.vísir/stefán
Bækur tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis

Dagný Kristjánsdóttir

Bókabörn

Útgefandi: Háskólaútgáfan

Gunnar Þór Bjarnason

Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918

Útgefandi: Mál og menning

Héðinn Unnsteinsson

Vertu úlfur – wargus esto

Útgefandi: JPV útgáfa

Páll Baldvin Baldvinsson

Stríðsárin 1938 – 1945

Útgefandi: JPV útgáfa

Smári Geirsson

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Pétur Þorsteinn Óskarsson formaður nefndar, Aðalsteinn Ingólfsson og Hulda Proppé

vísir/stefán
Íslensku þýðingaverðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska þýðingu á erlendu skáldverki. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Gljúfrasteini, en svo vill til að dagur bókarinnar er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness. Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á fót til að vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska menningu og þeim afbragðsverkum sem auðga íslenskar fagurbókmenntir á ári hverju fyrir tilstilli þýðenda. Upphaflega kusu félagsmenn Bandalags þýðenda og túlka um tilnefnd verk, en fljótlega var ákveðið að fela óháðri þriggja manna dómnefnd að tilnefna fimm verk og velja verðlaunahafann. Tilnefningar eru kynntar samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Þýðingar tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Nýsnævi – safn ljóðaþýðinga eftir 15 höfunda

Útgefandi: Dimma

Ásdís R. Magnúsdóttir

Rangan og réttan – þrjú ritgerðarsöfn eftir Albert Camus

Útgefandi: Háskólaútgáfan

Brynja Cortes Andrésdóttir

Ef að nóttu ferðalangur eftir Italo Calvino

Útgefandi: Ugla

Jón Hallur Stefánsson

Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine

Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Silja Aðalsteinsdóttir

Grimmsævintýri, Philip Pullman tók saman og endursagði

Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Árni Matthíasson formaður nefndar, María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.