Kvef eða lungnabólga? skjóðan skrifar 26. ágúst 2015 15:00 vísir/afp Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á fundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington í síðasta mánuði, en stofnunin er virt hugveita (think tank) á sviði efnahags- og stjórnmála vestra. Lew var m.a. spurður um möguleg áhrif sem fjármálakreppan í Kína gæti haft á markaði í Bandaríkjunum. Bloomberg-fréttastofan greindi frá því að ráðherrann hefði ekki miklar áhyggjur af því að markaðsórói og lækkun á mörkuðum í Kína kynni að smitast til annarra markaða og taldi Bandaríkin í góðu skjóli. „Markaðir í Kína eru tiltölulega aðskildir frá heimsmörkuðum. Tengingin er að aukast en í augnablikinu eru tengslin ekki mikil.“ Ráðherrann bætti við: „Þannig að þið munið ekki sjá nein bein áhrif eða tengsl hér. Ég held að við ættum frekar að hafa áhyggjur, og það raunverulegar áhyggjur, af því hvaða áhrif þetta muni hafa á hagvöxt í Kína til lengri tíma.“ Svo mörg voru þau orð. Frá því þau féllu hafa vandræði Kínverja ágerst og stjórnvöld hafa fellt gengi júans um tæp 5 prósent gagnvart Bandaríkjadollar á einum mánuði til aðstoðar útflutningsgreinum án þess að slíkt hafi róað markaði. Þar til fyrir mánuði hafði júan verið hægt og rólega stígandi gagnvart dollar mörg undanfarin ár. Í Shanghaí hafði hlutabréfavísitalan lækkað á mánudag um tæp 20 prósent á einni viku og þar af um 8,5 prósent aðeins á mánudag. Frá miðjum júní hafði vísitalan lækkað um næstum 40 prósent og á mánudag var gildi hennar komið undir áramótagildið. Tenging Kína við heimsmarkaði er miklu meiri en bandaríski fjármálaráðherrann taldi í síðasta mánuði. Hlutabréfamarkaðir á Vesturlöndum hríðféllu alla síðustu viku og á mánudag lækkuðu þeir mikið. Kína er orðið órjúfanlegur hluti af heimsmörkuðum og á það við bæði verðbréfa- og hrávörumarkaði. Lækkun hlutabréfa í Kína stafar af því að dregið hefur úr eftirspurn í kínverska hagkerfinu að undanförnu, eða eftirspurnin ekki aukist eins mikið og markaðir reiknuðu með. Þetta hefur áhrif um allan heim, líka hér á Íslandi. Minnkandi eftirspurn eftir t.d. áli í Kína hefur áhrif hér á landi. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar á íslenskum hlutabréfamarkaði auk þess að eiga umtalsverðar eignir í erlendum verðbréfum. Ekki er óvarlegt að áætla að stórfelldar lækkanir á heimsmörkuðum vegna ástandsins í Kína hafi rýrt eignir íslenskra lífeyrissjóða um marga tugi milljarða. Einu sinni var sagt að þegar Bandaríkin hnerruðu fengi heimurinn kvef. Nú á tímum má yfirfæra þetta á Kína og vonandi er það einungis kvefpest sem hrjáir kínverska hagkerfið en ekki lungnabólga eða eitthvað þaðan af verra.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira